Lífið er hálfgert ættarmót 18. september 2010 10:00 Finnst hugmyndin um allsherjar ættarmót, að við séum í grunninn öll af sömu ættinni, góð líking fyrir lífið. Fréttablaðið/Stefán Ljóð af ættarmóti nefnist sjötta ljóðabók Antons Helga Jónssonar, sem kom út í vikunni. Í bókinni heyrum við raddir fólks á ættarmóti, þar sem það ýmist fagnar ættingjum, rifjar upp liðna tíð eða engist af samviskubiti. „Og hvað er að frétta af honum þarna…?“ segir í einu af ættarmótsljóðum Antons Helga Jónssonar. Betur er vart hægt að lýsa íslensku ættarmóti; þessum sérstæðu samkomum niðja sem þekkjast oft lítið sem ekki neitt. „Ég man ekki hvenær mér datt upphaflega í hug að skrifa um ættarmót,“ segir Anton Helgi. „En ég er hrifinn af hugmyndinni um að við séum öll skyld, í grunninn öll af sömu ættinni. Mér finnst það ágæt líking fyrir lífið.“ Anton Helgi lagði fyrstu drög að bókinni fyrir tíu árum og hafði hugsað sér að skrifa mun ítarlegri lýsingu á því sem gerðist á ættarmóti út í sveit. „Ég gafst síðan upp á því, fannst það ekki nógu spennandi. Síðan gerði ég nokkrar atlögur að þessari hugmynd aftur og eftir því sem ég skar lýsingarnar meira niður, því betri fannst mér útkoman. Það sem eftir stendur er eins konar stemning, þar sem maður skynjar ættarmótið án þess að því sé lýst beint, og finnur um leið skírskotanir í svo margt fleira.“ Forlagið gefur út Ljóð á ættarmóti, sem er sjötta ljóðabók Antons Helga. Sú síðasta kom út 2006 en í fyrra hlaut hann Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið „Einsöngur án undirleiks“. Svo skemmtilega vill til að höfundur ættarmótaljóðanna er ekki eina skáldið í fjölskyldunni; sonur Antons Helga, Valur Brynjar, hefur líka gefið út ljóðabækur. „Hann hefur lesið eftir mig og hjálpað mér talsvert, sem og bræður hans báðir. Ég hef ætíð haft mikið gagn af þeim sem yfirlesurum og hvatningu.“ bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Ljóð af ættarmóti nefnist sjötta ljóðabók Antons Helga Jónssonar, sem kom út í vikunni. Í bókinni heyrum við raddir fólks á ættarmóti, þar sem það ýmist fagnar ættingjum, rifjar upp liðna tíð eða engist af samviskubiti. „Og hvað er að frétta af honum þarna…?“ segir í einu af ættarmótsljóðum Antons Helga Jónssonar. Betur er vart hægt að lýsa íslensku ættarmóti; þessum sérstæðu samkomum niðja sem þekkjast oft lítið sem ekki neitt. „Ég man ekki hvenær mér datt upphaflega í hug að skrifa um ættarmót,“ segir Anton Helgi. „En ég er hrifinn af hugmyndinni um að við séum öll skyld, í grunninn öll af sömu ættinni. Mér finnst það ágæt líking fyrir lífið.“ Anton Helgi lagði fyrstu drög að bókinni fyrir tíu árum og hafði hugsað sér að skrifa mun ítarlegri lýsingu á því sem gerðist á ættarmóti út í sveit. „Ég gafst síðan upp á því, fannst það ekki nógu spennandi. Síðan gerði ég nokkrar atlögur að þessari hugmynd aftur og eftir því sem ég skar lýsingarnar meira niður, því betri fannst mér útkoman. Það sem eftir stendur er eins konar stemning, þar sem maður skynjar ættarmótið án þess að því sé lýst beint, og finnur um leið skírskotanir í svo margt fleira.“ Forlagið gefur út Ljóð á ættarmóti, sem er sjötta ljóðabók Antons Helga. Sú síðasta kom út 2006 en í fyrra hlaut hann Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið „Einsöngur án undirleiks“. Svo skemmtilega vill til að höfundur ættarmótaljóðanna er ekki eina skáldið í fjölskyldunni; sonur Antons Helga, Valur Brynjar, hefur líka gefið út ljóðabækur. „Hann hefur lesið eftir mig og hjálpað mér talsvert, sem og bræður hans báðir. Ég hef ætíð haft mikið gagn af þeim sem yfirlesurum og hvatningu.“ bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira