Brennuvargar gagnrýna 23. ágúst 2010 06:00 Ýmsir krefjast afsagnar viðskiptaráðherra fyrir meint afglöp í tengslum við mat á gengistryggðum lánum, svokölluðum myntkörfulánum. Ekki sakar að rifja upp aðdraganda málsins. Í lögum númer 38 frá 28/05/2001 stendur að heimilt sé að verðtryggja lán og sparifé með vísitölu neysluverðs og hlutabréfavísitölur. Ekki er minnst á aðrar vísitölur. Mánuði áður en frumvarp var samþykkt mótmælti fulltrúi fjármálafyrirtækja að verðtrygging yrði takmörkuð við þessar tilteknu vísitölur. Fjármálafólk vissi gjörla í hvað stefndi. Núverandi forsætisráherra líka, hún sat í efnahags- og viðskiptanefnd. Frumvarpið var stjórnarfrumvarp ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar. Þeir voru enn við völd haustið 2005. Þá skipaði hinn síðarnefndi hinn fyrrnefnda seðlabankastjóra. Skömmu áður hafði nýr forstjóri Fjármálaeftirlits verið ráðinn. Ætla mætti að sömu fjármálafyrirtæki og mótmæltu takmörkun verðtryggingar hefðu haldið sig við leyfðar vísitölur. Svo var ekki. Árið 2005 höfðu þau um nokkurt skeið boðið upp á lán tengd gjaldeyrisvísitölum. Ætla mætti að nýskipaðir stjórnendur Seðlabanka og FME sem sátu í umboði sömu ríkisstjórnar hefðu fljótlega skipt sér af lögbroti fjármálafyrirtækjanna. Svo var ekki. Og fyrirtækin héldu áfram að veita ólögleg lán með vísitölum tengdum erlendum gjaldmiðlum. Myntkörfulán eru einfaldlega erlend lán. Lán í erlendri mynt til íslenskra viðskiptavina eru ekki „raunveruleg eign í erlendri mynt" samkvæmt þekktum hagfræðikenningum sem bent er á í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Samkvæmt henni voru þau samt færð til bókar sem eign í erlendri mynt hjá fjármálafyrir-tækjum sem lutu eftirliti Seðlabanka og FME. Þrátt fyrir lága vexti er lán í erlendri mynt mjög áhættusamt ef tekjur og eignir á móti eru í sveiflukenndri smámynt, höfuðstóllinn getur hækkað mikið og snögglega. Þetta voru og eru augljós sannindi í fjármálafræðum. En sérfræðingar bankanna hjálpuðu íslenskum neytendum að leggja þessa snöru um háls sér. Margir neytendur hafa eflaust verið grunlausir þótt sumir hafi líka viljandi tekið sjénsinn. Á erlendum vettvangi eru viðskipti með stóra gjaldmiðla umfangsmikil og ópersónuleg, fáir hafa áhrif á markaði. Í hinu örsmáa hagkerfi Íslands gegnir öðru máli. Þegar innstreymi gjaldeyris þraut og ljóst var að leiðrétting krónunnar var í vændum lögðust innherjar bankanna á eitt að hjálpa til við að fella gengið. Um leið hengdu þeir marga vini, ættingja og nágranna í snöru myntkörfulána. Fjármálakerfið er rjúkandi rúst, gjaldmiðillinn er ónýtur, mörg heimili og fyrirtæki gjaldþrota. Öllum er ljóst hvað gerðist. Innherjar létu greipar sópa í fjármálafyrirtækjum. Ríkisstjórn, Alþingismenn og eftirlitsaðilar voru ýmist skeytingarlaus eða tóku þátt í leiknum. Seðlabanki og Fjármálaeftirlit sýndu sérstaklega vítavert aðgerðarleysi í aðdraganda hrunsins. Vissulega má gagnrýna nýskipaðan utanþingsráðherra fyrir að hafa yfirsést sum minnisblöð um lögfræðileg álitamál tengd einum flokki útlána gjaldþrota fjármálastofnanna. En að krefja hann um afsögn er í besta falli hrænsi, í versta falli tilraun til að beina athygli og ábyrgð frá gerendum hrunsins og varpa skuld á björgunarfólk. Ekki síst þegar krafan kemur frá þeim sem áttu að gæta almannahagsmuna í aðdraganda hrunsins. Brennuvörgum fer illa að gagnrýna slökkviliðsmann þó hann sprauti óvart aðeins út í loftið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Ýmsir krefjast afsagnar viðskiptaráðherra fyrir meint afglöp í tengslum við mat á gengistryggðum lánum, svokölluðum myntkörfulánum. Ekki sakar að rifja upp aðdraganda málsins. Í lögum númer 38 frá 28/05/2001 stendur að heimilt sé að verðtryggja lán og sparifé með vísitölu neysluverðs og hlutabréfavísitölur. Ekki er minnst á aðrar vísitölur. Mánuði áður en frumvarp var samþykkt mótmælti fulltrúi fjármálafyrirtækja að verðtrygging yrði takmörkuð við þessar tilteknu vísitölur. Fjármálafólk vissi gjörla í hvað stefndi. Núverandi forsætisráherra líka, hún sat í efnahags- og viðskiptanefnd. Frumvarpið var stjórnarfrumvarp ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar. Þeir voru enn við völd haustið 2005. Þá skipaði hinn síðarnefndi hinn fyrrnefnda seðlabankastjóra. Skömmu áður hafði nýr forstjóri Fjármálaeftirlits verið ráðinn. Ætla mætti að sömu fjármálafyrirtæki og mótmæltu takmörkun verðtryggingar hefðu haldið sig við leyfðar vísitölur. Svo var ekki. Árið 2005 höfðu þau um nokkurt skeið boðið upp á lán tengd gjaldeyrisvísitölum. Ætla mætti að nýskipaðir stjórnendur Seðlabanka og FME sem sátu í umboði sömu ríkisstjórnar hefðu fljótlega skipt sér af lögbroti fjármálafyrirtækjanna. Svo var ekki. Og fyrirtækin héldu áfram að veita ólögleg lán með vísitölum tengdum erlendum gjaldmiðlum. Myntkörfulán eru einfaldlega erlend lán. Lán í erlendri mynt til íslenskra viðskiptavina eru ekki „raunveruleg eign í erlendri mynt" samkvæmt þekktum hagfræðikenningum sem bent er á í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Samkvæmt henni voru þau samt færð til bókar sem eign í erlendri mynt hjá fjármálafyrir-tækjum sem lutu eftirliti Seðlabanka og FME. Þrátt fyrir lága vexti er lán í erlendri mynt mjög áhættusamt ef tekjur og eignir á móti eru í sveiflukenndri smámynt, höfuðstóllinn getur hækkað mikið og snögglega. Þetta voru og eru augljós sannindi í fjármálafræðum. En sérfræðingar bankanna hjálpuðu íslenskum neytendum að leggja þessa snöru um háls sér. Margir neytendur hafa eflaust verið grunlausir þótt sumir hafi líka viljandi tekið sjénsinn. Á erlendum vettvangi eru viðskipti með stóra gjaldmiðla umfangsmikil og ópersónuleg, fáir hafa áhrif á markaði. Í hinu örsmáa hagkerfi Íslands gegnir öðru máli. Þegar innstreymi gjaldeyris þraut og ljóst var að leiðrétting krónunnar var í vændum lögðust innherjar bankanna á eitt að hjálpa til við að fella gengið. Um leið hengdu þeir marga vini, ættingja og nágranna í snöru myntkörfulána. Fjármálakerfið er rjúkandi rúst, gjaldmiðillinn er ónýtur, mörg heimili og fyrirtæki gjaldþrota. Öllum er ljóst hvað gerðist. Innherjar létu greipar sópa í fjármálafyrirtækjum. Ríkisstjórn, Alþingismenn og eftirlitsaðilar voru ýmist skeytingarlaus eða tóku þátt í leiknum. Seðlabanki og Fjármálaeftirlit sýndu sérstaklega vítavert aðgerðarleysi í aðdraganda hrunsins. Vissulega má gagnrýna nýskipaðan utanþingsráðherra fyrir að hafa yfirsést sum minnisblöð um lögfræðileg álitamál tengd einum flokki útlána gjaldþrota fjármálastofnanna. En að krefja hann um afsögn er í besta falli hrænsi, í versta falli tilraun til að beina athygli og ábyrgð frá gerendum hrunsins og varpa skuld á björgunarfólk. Ekki síst þegar krafan kemur frá þeim sem áttu að gæta almannahagsmuna í aðdraganda hrunsins. Brennuvörgum fer illa að gagnrýna slökkviliðsmann þó hann sprauti óvart aðeins út í loftið.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar