Erlent

Sænska ríkisstjórnin heldur velli eftir þingkosningarnar

Úrslit þingkosninganna í Svíþjóð eru talin sigur fyrir borgaraflokka landsins þótt þeim hafi ekki tekist að ná hreinum meirihluta á þinginu. Ríkisstjórn þeirra heldur velli.

Borgaraflokkarnir fengu 172 þingsæti og vantar aðeins 3 sæti í meirihlutann. Frederik Reinfeldt forsætisráðherra landsins segir að stjórn hans muni halda áfram og er Reinfeldt þegar farinn að bera víurnar í Umhverfisflokkinn um að hann komi inn í stjórnina.

Úrslitin eru áfall fyrir sænska Jafnaðarmenn sem guldu afhroð í þeim og fengu minnsta fylgi sitt í kosningum undanfarin 80 ár í Svíþjóð.

Þá komst öfgahægriflokkurinn Svíþjóðardemókratarnir í fyrsta sinn á þing en þeir fengu 20 menn kjörna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×