Leikkonan Blake Lively, 23 ára, vildi ólm líkjast leikkonunni Jennifer Aniston þegar hún var yngri.
Blake, sem fer með hlutverk Serenu í sjónvarpsþáttunum Gossip Girl, er fyrirmynd óteljandi stúlkna um heim allan og nú biðja þær um Blake-klippingu á hárgreiðslustofunum í stað Jennifer Aniston-hárgreiðslu.
„Ég man þegar ég var krakki vildi ég vera með eins hár og Jennifer," sagði Blake.
„Þetta er náttúrulega alveg ótrúlegt! Ég las einhversstaðar að nú væri hárið á mér vinsælla á stofunum en hárið á Jennifer. Það er vissulega ánægjulegt en skrýtið," sagði Blake.