Námslán takmörkuð Sigurður Kári Árnason skrifar 9. júní 2010 06:00 Á dögunum voru samþykktar nýjar úthlutunarreglur LÍN, Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Breytingarnar miðuðu að því að ná fram sparnaði sem krafist var af menntamálaráðuneytinu. Lán til barnafólks voru skert þannig að upphæð með hverju barni lækkar eftir sem börnin verða fleiri á framfæri námsmanns. Þessi leið var valin m.a. með tilliti til þess að framfærsla Lánasjóðsins til barnafólks var ekki jafn slæm og til barnlausra. Er því niðurstaðan að allir námsmenn fá námslán sem ekki geta framfleytt þeim, líka barnafólk. Hin sparnaðarleiðin var að herða á námsframvindukröfum svo námsmaður eigi rétt á láni úr sjóðnum. Samkvæmt eldri reglum þurfti námsmaður að ná 20 einingum á ári til að eiga rétt til láns úr sjóðnum en heilt skólaár eru 60 einingar. Voru kröfurnar hertar með þeim hætti að nú verður krafist 18 eininga á önn og tilfærslur milli anna verða ekki mögulegar. Nái námsmaður ekki þessum 18 einingum fær hann ekki krónu til framfærslu á þeirri skólaönn. Sjónarmið meirihluta stjórnar LÍN eru á þá leið að ljúki námsmaður ekki að lágmarki 18 einingum á önn sé hann ekki reglulegur námsmaður, líklega að vinna með skóla og þurfi því ekki á framfærslu sjóðsins að halda. Þessi rök eru alger markleysa enda er tekjuskerðing námslána svo há að námsmaður í 50% starfi á lágmarkslaunum með skóla fær vart greidd lán. Námsmannahreyfingarnar sem sæti eiga í stjórn LÍN hafa bent á að þetta snúist um námsmenn sem eru í fullu námi en af einhverjum ástæðum náðu ekki tilsettum árangri eina önn. Allir geta fallið á prófi. Í sumum háskóladeildum eru námskeið allt að 15 einingar og falli námsmaður í slíku námskeiði eru framfærslumöguleikar hans hrundir. Á þetta sérstaklega við í Háskóla Íslands þar sem með nýjum reglum eru upptökupróf ekki haldin nema í undantekningartilfellum. Þá verður að benda á að fall er ekki áfellisdómur um leti, í mörgum námskeiðum er fall vel yfir 50% og því meirihlutinn sem nær ekki í fyrstu tilraun. Lánasjóður íslenskra námsmanna er jafnréttistæki sem á að veita öllum tækifæri til náms, óháð efnahag. Aukin niðurskurðarkrafa á LÍN mun á endanum eyðileggja þetta tæki og jafnframt verður æðri menntun ekki lengur réttur allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Á dögunum voru samþykktar nýjar úthlutunarreglur LÍN, Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Breytingarnar miðuðu að því að ná fram sparnaði sem krafist var af menntamálaráðuneytinu. Lán til barnafólks voru skert þannig að upphæð með hverju barni lækkar eftir sem börnin verða fleiri á framfæri námsmanns. Þessi leið var valin m.a. með tilliti til þess að framfærsla Lánasjóðsins til barnafólks var ekki jafn slæm og til barnlausra. Er því niðurstaðan að allir námsmenn fá námslán sem ekki geta framfleytt þeim, líka barnafólk. Hin sparnaðarleiðin var að herða á námsframvindukröfum svo námsmaður eigi rétt á láni úr sjóðnum. Samkvæmt eldri reglum þurfti námsmaður að ná 20 einingum á ári til að eiga rétt til láns úr sjóðnum en heilt skólaár eru 60 einingar. Voru kröfurnar hertar með þeim hætti að nú verður krafist 18 eininga á önn og tilfærslur milli anna verða ekki mögulegar. Nái námsmaður ekki þessum 18 einingum fær hann ekki krónu til framfærslu á þeirri skólaönn. Sjónarmið meirihluta stjórnar LÍN eru á þá leið að ljúki námsmaður ekki að lágmarki 18 einingum á önn sé hann ekki reglulegur námsmaður, líklega að vinna með skóla og þurfi því ekki á framfærslu sjóðsins að halda. Þessi rök eru alger markleysa enda er tekjuskerðing námslána svo há að námsmaður í 50% starfi á lágmarkslaunum með skóla fær vart greidd lán. Námsmannahreyfingarnar sem sæti eiga í stjórn LÍN hafa bent á að þetta snúist um námsmenn sem eru í fullu námi en af einhverjum ástæðum náðu ekki tilsettum árangri eina önn. Allir geta fallið á prófi. Í sumum háskóladeildum eru námskeið allt að 15 einingar og falli námsmaður í slíku námskeiði eru framfærslumöguleikar hans hrundir. Á þetta sérstaklega við í Háskóla Íslands þar sem með nýjum reglum eru upptökupróf ekki haldin nema í undantekningartilfellum. Þá verður að benda á að fall er ekki áfellisdómur um leti, í mörgum námskeiðum er fall vel yfir 50% og því meirihlutinn sem nær ekki í fyrstu tilraun. Lánasjóður íslenskra námsmanna er jafnréttistæki sem á að veita öllum tækifæri til náms, óháð efnahag. Aukin niðurskurðarkrafa á LÍN mun á endanum eyðileggja þetta tæki og jafnframt verður æðri menntun ekki lengur réttur allra.
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar