Íslendingaliðin Füchse Berlin og Gummersbach unnu bæði leiki sína í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.
Lærisveinar Dags Sigurðsson í Füchse Berlin tryggðu sér 28-26 útisigur á Hannover-Burgdorf með því að skora síðustu tvö mörk leiksins.
Hannes Jón Jónsson skoraði eitt mark fyrir heimamenn í Hannover-Burgdorf en Rúnar Kárason komst ekki á blað hjá Füchse Berlin. Aron Kristjánsson tekur eins og kunnugt er við liði Hannover-Burgdorf í sumar.
Róbert Gunnarsson skoraði eitt mark fyrir sem vann þrettán marka heimasigur á Balingen-Weilstetten, 35-22.
Sigrar hjá Füchse Berlin og Gummersbach í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
