Erlent

Feitar byttur fara verr með lifrina en mjóar

Fólk sem drekkur áfengi og er einnig of feitt á í meiri hættu að fá lifrarsjúkdóma heldur en mjóslegnari byttur. Þetta sýna tvær nýjar rannsóknir sem benda báðar til þess að offita og áfengisneysla fari illa saman og auki líkurnar á lifrarsjúkdómum.

Raunar þarf ekki að vera um mikla drykkju að ræða því önnur rannsóknin sýndi að konur sem þjást af offitu og drekka um það bil eitt vínglas á dag séu í tvöfallt meiri hættu en aðrar konur.

Talið er að niðurstöðurnar eigi jafnvel um karla. Lengi hefur verið vitað að áfengisneysla valdi lifrarskemdum en þú þegar vísbendingar eru um að offita skemmi einnig lifrina þurfa þeir sem berjast við aukakílóin að taka það inn í myndina líka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×