Erlent

Grikkir fá risalán frá ESB

Evrópusambandið ætlar að veita Grikkjum neyðarlán upp á allt 25 milljarða Evra. Þetta er fullyrt í breska blaðinu The Guardian í dag.

Grikkir glíma nú við mikla efnhagsörðugleika sem meðal annars hefur valdið því Evran hefur veikst töluvert á undanförnum mánuðum.

Samkvæmt breska ríkisútvarpinu, BBC, verður neyðarpakkinn væntanlega tilbúinn á mánudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×