Erlent

Karzai skiptir um skoðun og leyfir kosningaeftirlit

Hamid Karzai.
Hamid Karzai. MYNd/AP

Hamid Karzai forseti Afganistans hefur skipt um skoðun og ætlar nú að leyfa alþjóðasamfélaginu að fylgjast með komandi þingkosningum í landinu. Áður hafði hann þvertekið fyrir að hleypa erlendum kosningaeftirlitsmönnum inn í landið og í síðasta mánuði voru sett lög í landinu sem heimila forsetanum að skipa sjálfur alla fimm meðlimi nefndar sem hefur yfirumsjón með því að kosningarnar fari vel fram.

Áður áttu Sameinuðu þjóðirnar að fá þrjá fulltrúa í nefndina. Nú hefur Karzai hins vegar ákveðið að fara milliveg og leyfa tveimru erlendum eftirlitsmönnum að setjast í nefndina.

Karzai hefur verið undir miklum þrýstingi um að skipta um skoðun enda þykja forsetakosningarnar á síðasta ári hafa tekist afar illa og sterkar vísbendingar eru fyrir því að kosningasvindla hafi verið stundað þá í miklu mæli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×