Ekki batnar það – ráðherra á villigötum 18. febrúar 2010 06:00 Ari Trausti Guðmundsson skrifar um skuldavanda. Í viðtali í Fréttablaðinu 13. feb. svarar Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra spurningum blaðamanns. Þegar spurt er um skuldavanda heimila svarar ráðherra og er inntakið þetta: - bankar eiga að bera byrðar sem hljótast af greiðsluvanda heimila, ekki á að ríkisvæða þennan kostnað af hruninu - tryggð hafa verið úrræði sem gera öllum þorra fólks kleift að standa í skilum - hinir sem eru í vanda þrátt fyrir þessi úrræði eru þrenns konar fólk: Þeir sem eru með viðkvæman tekjugrunn eða hafa misst vinnu, þeir sem keyptu á óheppilegum tíma og loks þeir sem tefldu of djarft við skuldsetningu sjálfra sín. Þessu fólki eiga bankar að gera kleift að greiða af lánum og halda veðum í hófi. Líklega þarf langa hag- og siðfræðigrein til að svara þessari sýn ráðherrans á hrunið, heimilin og skyldur borgarana. Ekki ætla ég mér þá vinnu. Hitt vita flestir að skuldi menn meira en fáeinar milljónir í meðalhúseign er, með stefnu stjórnvalda og vitund ráðherrans, verið að berja mjög fast á þeim skuldurum með öllum ráðum. Þeim er einfaldlega ætlað að greiða hundruð milljarða upp í hrunskuldir ríkis og banka á næstu árum um leið og þeir horfa upp á eignarhluta sína rýrna þrátt fyrir skilvísu greiðslurnar. Í því samhengi er grátbroslegt að sjá ráðherrann tala um að ekki skuli ríkisvæða kostnað af greiðsluhjálp við þorra fólks í landinu. Ríkisvaldið ber nefnilega stóran hluta ábyrgðar á hruninu og getur með engu móti sagt sig frá sérvöldum kostnaði af því, gagnvart þorra borgaranna. Hvers konar siðræn rök mæla með því? Enn grátbroslegra er að halda því fram að núverandi úrræði geri þorra fólks kleift að standa í skilum. Vissulega geta menn borgað af skuldum um það bil þar til gjaldþrot er í augsýn en slíkt holtaþokutal felur þá staðreynd að á meðan því fer fram étur verðtryggingin, verðbólgan og hávaxtastefnan upp þau verðmæti sem menn hafa unnið fyrir, og það mjög hratt um þessar mundir. Ef einhver á 40 milljón króna eign og skuldar verðtryggðar 15 í henni, er þá ásættanlegt að hann borgi af láninu nokkur næstu ár og sjái á meðan eignarhlutann rýrna um 10-20%? Þetta er það sem þorri skuldara stendur frammi fyrir, ráðherra góður. En vill ekki. Kemur þá að þrískiptingu þeirra sem eru um það bil að kikna eða hafa kiknað undan lánum. Án hliðsjónar af því af hverju svo er komið, er löngu orðið ljóst af reynslunni, af umsögnum þessa fólks, af könnunum og ályktunum, t.d. ASÍ, að úrræði stjórnvalda duga ekki. Vissulega geta einhverjir reynt að selja, eins og ráðherrann bendir á, snjósleða eða sumarbústað sem þeir keyptu of glannalega en slíkt hjálpar bara sumum og ef til vill ekki svo glatt í miðri kreppu. Þegar allt er þá til talið, blasir við, ef fram heldur sem horfir, að allur þorri fólks verður látinn greiða sinn kreppuhluta og miklu meira til af sjaldgæfri hörku. Villigötur ráðherrans og stjórnvalda í þessum efnum eru því miður farnar af því þessi þáttur kreppuviðbragðanna er rangur. Og allra síst er hann jafnaðarmennska. En hvað á það að gera? spyrja menn. Meginverkefnið er að lækka höfuðstól lána niður í það sem var fyrir hrun og endurskoða bæði verðtryggingu og vexti. Bankar, sem eru að hluta í eigu erlendra vogunarsjóða, ríkið (Íbúðalánasjóður) og lífeyrissjóðir verða að taka kostnaðinn á sig að þessu marki. Þorri almennings borgar engu síður væna fúlgu með lagfærðum afborgunum, sköttum og öðrum félagslegum greiðslum. Og mun gera það af fullri þegnskyldu þegar vitað er að sanngirni ræður. Höfundur er jarðeðlisfræðingur og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ari Trausti Guðmundsson skrifar um skuldavanda. Í viðtali í Fréttablaðinu 13. feb. svarar Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra spurningum blaðamanns. Þegar spurt er um skuldavanda heimila svarar ráðherra og er inntakið þetta: - bankar eiga að bera byrðar sem hljótast af greiðsluvanda heimila, ekki á að ríkisvæða þennan kostnað af hruninu - tryggð hafa verið úrræði sem gera öllum þorra fólks kleift að standa í skilum - hinir sem eru í vanda þrátt fyrir þessi úrræði eru þrenns konar fólk: Þeir sem eru með viðkvæman tekjugrunn eða hafa misst vinnu, þeir sem keyptu á óheppilegum tíma og loks þeir sem tefldu of djarft við skuldsetningu sjálfra sín. Þessu fólki eiga bankar að gera kleift að greiða af lánum og halda veðum í hófi. Líklega þarf langa hag- og siðfræðigrein til að svara þessari sýn ráðherrans á hrunið, heimilin og skyldur borgarana. Ekki ætla ég mér þá vinnu. Hitt vita flestir að skuldi menn meira en fáeinar milljónir í meðalhúseign er, með stefnu stjórnvalda og vitund ráðherrans, verið að berja mjög fast á þeim skuldurum með öllum ráðum. Þeim er einfaldlega ætlað að greiða hundruð milljarða upp í hrunskuldir ríkis og banka á næstu árum um leið og þeir horfa upp á eignarhluta sína rýrna þrátt fyrir skilvísu greiðslurnar. Í því samhengi er grátbroslegt að sjá ráðherrann tala um að ekki skuli ríkisvæða kostnað af greiðsluhjálp við þorra fólks í landinu. Ríkisvaldið ber nefnilega stóran hluta ábyrgðar á hruninu og getur með engu móti sagt sig frá sérvöldum kostnaði af því, gagnvart þorra borgaranna. Hvers konar siðræn rök mæla með því? Enn grátbroslegra er að halda því fram að núverandi úrræði geri þorra fólks kleift að standa í skilum. Vissulega geta menn borgað af skuldum um það bil þar til gjaldþrot er í augsýn en slíkt holtaþokutal felur þá staðreynd að á meðan því fer fram étur verðtryggingin, verðbólgan og hávaxtastefnan upp þau verðmæti sem menn hafa unnið fyrir, og það mjög hratt um þessar mundir. Ef einhver á 40 milljón króna eign og skuldar verðtryggðar 15 í henni, er þá ásættanlegt að hann borgi af láninu nokkur næstu ár og sjái á meðan eignarhlutann rýrna um 10-20%? Þetta er það sem þorri skuldara stendur frammi fyrir, ráðherra góður. En vill ekki. Kemur þá að þrískiptingu þeirra sem eru um það bil að kikna eða hafa kiknað undan lánum. Án hliðsjónar af því af hverju svo er komið, er löngu orðið ljóst af reynslunni, af umsögnum þessa fólks, af könnunum og ályktunum, t.d. ASÍ, að úrræði stjórnvalda duga ekki. Vissulega geta einhverjir reynt að selja, eins og ráðherrann bendir á, snjósleða eða sumarbústað sem þeir keyptu of glannalega en slíkt hjálpar bara sumum og ef til vill ekki svo glatt í miðri kreppu. Þegar allt er þá til talið, blasir við, ef fram heldur sem horfir, að allur þorri fólks verður látinn greiða sinn kreppuhluta og miklu meira til af sjaldgæfri hörku. Villigötur ráðherrans og stjórnvalda í þessum efnum eru því miður farnar af því þessi þáttur kreppuviðbragðanna er rangur. Og allra síst er hann jafnaðarmennska. En hvað á það að gera? spyrja menn. Meginverkefnið er að lækka höfuðstól lána niður í það sem var fyrir hrun og endurskoða bæði verðtryggingu og vexti. Bankar, sem eru að hluta í eigu erlendra vogunarsjóða, ríkið (Íbúðalánasjóður) og lífeyrissjóðir verða að taka kostnaðinn á sig að þessu marki. Þorri almennings borgar engu síður væna fúlgu með lagfærðum afborgunum, sköttum og öðrum félagslegum greiðslum. Og mun gera það af fullri þegnskyldu þegar vitað er að sanngirni ræður. Höfundur er jarðeðlisfræðingur og rithöfundur.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun