Handbolti

Meistaradeildin: Sigur hjá RN Löwen

Elvar Geir Magnússon skrifar

Rhein-Neckar Löwen vann í dag útisigur á franska liðinu Chambéry Savoie 29-24 í Meistaradeildinni.

Ólafur Stefánsson skoraði þrjú mörk í leiknum og Snorri Steinn Guðjónsson tvö.

RN Löwen er í öðru sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni, hefur 14 stig en á toppnum er Veszprém með 16 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×