Erlent

Drottningin nefnir nýtt skip

MYND/Cunard
Elísabet Englandsdrottning mun síðar í dag í Southampton nefna nýtt skemmtiferðaskip Cunard skipafélagsins, en skipið er nefnt í höfuðið á drottningunni. Skipið er 92 þúsund tonn og er næst stærsta skip sem félagið hefur látið smíða, og það þriðja sem skýrt er í höfuðið á drottningunni. 16 þilför eru á skipinu og er það smíðað í svokölluðum Art deco stíl sem var allsráðandi á þriðja áratug síðustu aldar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×