Erlent

Út undir bert loft í vikunni

Á miðvikudag er talið að hefja megi björgun. fréttablaðið/AP
Á miðvikudag er talið að hefja megi björgun. fréttablaðið/AP
Fyrstu námumennirnir af þeim 33 sem hafa verið lokaðir niðri í námugöngum síðan í ágúst eiga nú von á því að komast út undir bert loft á miðvikudaginn.

Um helgina tókst að bora ný göng niður til þeirra en verið er að styrkja þau að innan með málmröri svo þau falli ekki saman.

Mennirnir verða fluttir upp á yfirborðið einn í einu í þar til gerðu hylki og er búist við að á annan sólarhring taki að koma þeim öllum út undir bert loft.

Á miðvikudag verða liðnir 69 dagar frá því að mennirnir lokuðust inni.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×