Tilgangsleysi FME og SÍ 5. ágúst 2010 06:00 Þær eru skoplegar ásakanir FME og Seðlabanka Íslands, um að Samtök lánþega hafi stuðlað að verulegu hættuástandi á fjármálamarkaði með hagsmunagæslu sinni. Sérstaklega þegar litið er til þáttar FME og SÍ í hruninu. Í svari FME til umboðsmanns Alþingis er bent á að FME starfi eftir lögum nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Það er vel að stjórnendur FME átta sig á því hvert hlutverk þess er, en þeir virðast samt ekki skilja það hlutverk. Hvergi í lögum segir að FME sé hagsmunagæsluaðili fyrir fjármálakerfið, heldur er skýrt á um það kveðið að hlutverk FME sé að gæta hagsmuna almennings gagnvart fjármálakerfinu. Á það meðal annars við um viðbrögð við skýrum lögbrotum, óeðlilegum innheimtuaðferðum sem og að sjá til þess að eftirlitsskyldir aðilar hafi starfsleyfi í samræmi við starfsemi. Ekkert af þessu hefur hingað til verið skrifað í starfslýsingu starfsmanna FME og ekkert hefur á því borið að starfsmenn FME ætli sér að bæta þar úr. Störf FME og SÍ bera með sér að hagur fjármálafyrirtækja sé öllum öðrum hag hærri og því beri að miða allar tilskipanir og breytingar að því að gera þeim aðilum sem hæst undir höfði á kostnað almennings. Og hér erum við komin að kjarna þess vandamáls sem lýðveldið Ísland á við að glíma í dag. Rangir aðilar eru í vinnu fyrir rangan hóp. Grundvöllur þjóðfélagsins erum við, fólkið í landinu. Án fólks eru engin fyrirtæki og án okkar er því ekki um neitt fjármálakerfi að ræða. Fjármálakerfið er sett fram til að þjónusta almenning og því misskilningur að börn séu getin til þess eins að þjóna starfsævina á enda svo viðhalda megi stöðugleika í ónýtu fjármálakerfi. Fólk hefur í raun ekkert við fjármálakerfi að gera, enda hvorki virðisauki né framleiðsla í fjármálakerfinu. Það er því okkar sem hér stöndum og nú lifum, að taka höggið og rykkja ónýtum plástrinum af með snöggri sveiflu, og vernda með því eigin hag, barna okkar og afkomenda þeirra um ófyrirséða framtíð. Ef við gerum ekki neitt til að takast á við þetta meingallaða kerfi, erum við að hneppa komandi kynslóðir í skuldaþrældóm um ókomna tíð. Samtök lánþega settu fram yfirlýsingu hvar lánþegar gengistryggðra skuldbindinga voru hvattir til að greiða ekki af þeim fyrr en höfuðstóll þeirra og afborgunarþáttur yrðu leiðréttir til samræmis við skýra niðurstöðu Hæstaréttar. Var þessi yfirlýsing sett fram til að vernda hagsmuni almennings og standa Samtökin við þessi tilmæli og hvetja til þess að eftir þeim verði farið hér eftir sem hingað til. Má benda á að þeir viðskiptavina AVANT sem fór eftir þessum tilmælum eru nú mun betur settur en þeir sem það gerðu ekki, enda ljóst að AVANT er farið á hliðina með tilheyrandi tjóni fyrir þá lánþega sem ofgreitt hafa til þess fyrirtækis. Engin tilmæli hafa borist, hvorki frá FME né SÍ í þá átt að vernda hagsmuni almennings komi til þess að önnur fjármálafyrirtæki fari á hliðina og ekkert sem bendir til að slík tilmæli séu á leiðinni. Til að stuðla að þjóðhagslegum stöðugleika og styrkja almenna hagsæld þá ítreka Samtök lánþega þessi tilmæli sín. Er því rétt að benda á að Hæstiréttur hefur fellt sinn dóm og ef fjármálafyrirtækin telja sig eiga betri rétt en þar er fram settur, þá er það þeirra að sækja málin fyrir dómi. Lánþegar hafa skýra niðurstöðu Hæstaréttar að líta til og það munu lánþegar gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Þær eru skoplegar ásakanir FME og Seðlabanka Íslands, um að Samtök lánþega hafi stuðlað að verulegu hættuástandi á fjármálamarkaði með hagsmunagæslu sinni. Sérstaklega þegar litið er til þáttar FME og SÍ í hruninu. Í svari FME til umboðsmanns Alþingis er bent á að FME starfi eftir lögum nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Það er vel að stjórnendur FME átta sig á því hvert hlutverk þess er, en þeir virðast samt ekki skilja það hlutverk. Hvergi í lögum segir að FME sé hagsmunagæsluaðili fyrir fjármálakerfið, heldur er skýrt á um það kveðið að hlutverk FME sé að gæta hagsmuna almennings gagnvart fjármálakerfinu. Á það meðal annars við um viðbrögð við skýrum lögbrotum, óeðlilegum innheimtuaðferðum sem og að sjá til þess að eftirlitsskyldir aðilar hafi starfsleyfi í samræmi við starfsemi. Ekkert af þessu hefur hingað til verið skrifað í starfslýsingu starfsmanna FME og ekkert hefur á því borið að starfsmenn FME ætli sér að bæta þar úr. Störf FME og SÍ bera með sér að hagur fjármálafyrirtækja sé öllum öðrum hag hærri og því beri að miða allar tilskipanir og breytingar að því að gera þeim aðilum sem hæst undir höfði á kostnað almennings. Og hér erum við komin að kjarna þess vandamáls sem lýðveldið Ísland á við að glíma í dag. Rangir aðilar eru í vinnu fyrir rangan hóp. Grundvöllur þjóðfélagsins erum við, fólkið í landinu. Án fólks eru engin fyrirtæki og án okkar er því ekki um neitt fjármálakerfi að ræða. Fjármálakerfið er sett fram til að þjónusta almenning og því misskilningur að börn séu getin til þess eins að þjóna starfsævina á enda svo viðhalda megi stöðugleika í ónýtu fjármálakerfi. Fólk hefur í raun ekkert við fjármálakerfi að gera, enda hvorki virðisauki né framleiðsla í fjármálakerfinu. Það er því okkar sem hér stöndum og nú lifum, að taka höggið og rykkja ónýtum plástrinum af með snöggri sveiflu, og vernda með því eigin hag, barna okkar og afkomenda þeirra um ófyrirséða framtíð. Ef við gerum ekki neitt til að takast á við þetta meingallaða kerfi, erum við að hneppa komandi kynslóðir í skuldaþrældóm um ókomna tíð. Samtök lánþega settu fram yfirlýsingu hvar lánþegar gengistryggðra skuldbindinga voru hvattir til að greiða ekki af þeim fyrr en höfuðstóll þeirra og afborgunarþáttur yrðu leiðréttir til samræmis við skýra niðurstöðu Hæstaréttar. Var þessi yfirlýsing sett fram til að vernda hagsmuni almennings og standa Samtökin við þessi tilmæli og hvetja til þess að eftir þeim verði farið hér eftir sem hingað til. Má benda á að þeir viðskiptavina AVANT sem fór eftir þessum tilmælum eru nú mun betur settur en þeir sem það gerðu ekki, enda ljóst að AVANT er farið á hliðina með tilheyrandi tjóni fyrir þá lánþega sem ofgreitt hafa til þess fyrirtækis. Engin tilmæli hafa borist, hvorki frá FME né SÍ í þá átt að vernda hagsmuni almennings komi til þess að önnur fjármálafyrirtæki fari á hliðina og ekkert sem bendir til að slík tilmæli séu á leiðinni. Til að stuðla að þjóðhagslegum stöðugleika og styrkja almenna hagsæld þá ítreka Samtök lánþega þessi tilmæli sín. Er því rétt að benda á að Hæstiréttur hefur fellt sinn dóm og ef fjármálafyrirtækin telja sig eiga betri rétt en þar er fram settur, þá er það þeirra að sækja málin fyrir dómi. Lánþegar hafa skýra niðurstöðu Hæstaréttar að líta til og það munu lánþegar gera.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar