Lífið

Engar lýtaaðgerðir

Julia Roberts. MYND/Cover Media
Julia Roberts. MYND/Cover Media

Leikkonan Julia Roberts, 42 ára, segist aldrei ætla að láta breyta sér á nokkurn hátt með aðstoð lækna í framtíðinni.

Julia, sem fer með aðalhlutverkið í myndinni Eat, Pray, Love lætur hafa þetta eftir sér í nýjasta tölublaði ELLE:

„Ég vil að börnin mín skilji tilfinningar mínar. Þegar ég er reið, hamingjusöm og líka ringluð. Andlitið á okkur segir sögu okkar og þess vegna megum við ekki skilja þessa sögu eftir á læknastöðinni."

„Það er sorglegt að við lifum í samfélagi þar sem konur gefa sér ekki tækifæri á að eldast á eðlilegan máta. Börnin mín eiga að fá að sjá mig nákvæmlega eins og ég er."

Við spáðum fyrir lesendum Lífsins á Facebook síðunni okkar í morgun. Vertu með næst!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.