Toy Story 3: fimm stjörnur 25. júní 2010 00:01 Sem fyrr eru það Viddi og Bósi sem leiða myndina. Allt er gott sem endar velBíó ***** Toy Story 3 Leikstjóri: Lee Unkrich Aðalhlutverk: Tom Hanks, Tim Allen, Joan Cusack, Ned Beatty Líf kvikmyndagagnrýnenda og bíógesta almennt yrði miklum mun skemmtilegra ef jafn mikill metnaður væri alla jafna lagður í handrit og söguþráð leikinna kvikmynda og snillingarnir hjá Pixar gera í tölvuteiknimyndum sínum.Að ólöstuðum öllum þeim ágætis myndum sem Pixar hefur gert þá eru Toy Story-myndirnar það allra besta sem komið hefur úr þeirri smiðju og þessi nýjasta hefur allt til að bera sem góð bíómynd þarf. Hún er spennandi, fyndin, pínu sorgleg en fyrst og fremst alveg ógeðslega sætur óður til æskunnar og mikilvægi þess að kunna að leika sér. Og svo má auðvitað ekki gleyma því að boðskapur þríleiksins alls er að sá sem á góðan vin er aldrei einn og að þegar vinir standa saman eru þeim allir vegir færir.Þegar hér er komið við sögu hafa þeir Viddi og Bósi í ljósár legið ónotaðir í kistli ásamt öllum hinum leikföngunum hans Andys. Drengurinn er orðinn 17 ára og hefur um annað að hugsa en gamla dótið sitt þótt hann hafi enn ekki getað fengið sig til þess að skilja alveg við gömlu leikföngin. Þegar hann fer í heimavistarskóla er ætlunin að geyma leikföngin uppi á háalofti en fyrir röð mistaka enda þau á yngstu deildinni á leikskóla og eins og gefur að skilja bíður þeirra þar vítisvist innan um snarofvirk ungabörn.Þeir sem þekkja dótið hans Andys geta auðvitað sagt sér það sjálfir að Viddi og félagar láta ekki bjóða sér svona vitleysu og þau eru fljót að skipuleggja mikinn flótta. Illu heilli ræður bitur og illgjarn bangsi ríkjum á leikskólanum og hann og kónar hans vilja fyrir alla muni halda vinum okkar í prísundinni. Þessir gaurar eru alveg hreint fyrirmyndarskúrkar og bjóða upp á heilmikið fjör með nettu hryllingsívafi þegar leikfangafylkingunum lýstur saman.Sem fyrr eru það Viddi og Bósi sem leiða myndina og hersinguna áfram og geimgæinn nær að skyggja á kúrekann þegar hann missir vitið tímabundið og verður aftur bjáninn sem hann var í byrjun fyrstu myndarinnar. Annars eru senuþjófar þessarar myndar þau Ken og Barbie sem fella saman hugi eftir að þau átta sig á að þau voru „gerð fyrir hvort annað". Michael Keaton fer á kostum þegar hann talar fyrir Ken og þetta rómaða par á alla bestu brandarana í myndinni.Leikararnir sem ljá persónum raddir sínar eru hver öðrum betri. Tom Hanks og Tim Allen eru traustir í aðalhlutverkunum og meistararnir Don Rickles (Herra Kartöfluhaus), Wallace Shawn (risaeðlan Rex) og John Ratzenberger (sparigrísinn) eru svo dásamlegir að maður gæti hlustað á þá sólarhringum saman.Þórarinn ÞórarinssonNiðurstaða: Alveg hreint út sagt frábær teiknimynd fyrir börn og fullorðna. Dásamleg saga sögð af mikilli leikni. Þetta verður ekki mikið betra. Tengdar fréttir Disney-mynd sló aðsóknarmet Disney- og Pixarmyndin Toy Story 3 sló aðsóknarmet fyrir teiknimynd á frumsýningarkvöldi sínu um helgina. Alls námu tekjurnar af þessu eina kvöldi 41 milljón dollara eða rúmlega 5 milljörðum kr. 20. júní 2010 11:17 Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Fleiri fréttir Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Sjá meira
Allt er gott sem endar velBíó ***** Toy Story 3 Leikstjóri: Lee Unkrich Aðalhlutverk: Tom Hanks, Tim Allen, Joan Cusack, Ned Beatty Líf kvikmyndagagnrýnenda og bíógesta almennt yrði miklum mun skemmtilegra ef jafn mikill metnaður væri alla jafna lagður í handrit og söguþráð leikinna kvikmynda og snillingarnir hjá Pixar gera í tölvuteiknimyndum sínum.Að ólöstuðum öllum þeim ágætis myndum sem Pixar hefur gert þá eru Toy Story-myndirnar það allra besta sem komið hefur úr þeirri smiðju og þessi nýjasta hefur allt til að bera sem góð bíómynd þarf. Hún er spennandi, fyndin, pínu sorgleg en fyrst og fremst alveg ógeðslega sætur óður til æskunnar og mikilvægi þess að kunna að leika sér. Og svo má auðvitað ekki gleyma því að boðskapur þríleiksins alls er að sá sem á góðan vin er aldrei einn og að þegar vinir standa saman eru þeim allir vegir færir.Þegar hér er komið við sögu hafa þeir Viddi og Bósi í ljósár legið ónotaðir í kistli ásamt öllum hinum leikföngunum hans Andys. Drengurinn er orðinn 17 ára og hefur um annað að hugsa en gamla dótið sitt þótt hann hafi enn ekki getað fengið sig til þess að skilja alveg við gömlu leikföngin. Þegar hann fer í heimavistarskóla er ætlunin að geyma leikföngin uppi á háalofti en fyrir röð mistaka enda þau á yngstu deildinni á leikskóla og eins og gefur að skilja bíður þeirra þar vítisvist innan um snarofvirk ungabörn.Þeir sem þekkja dótið hans Andys geta auðvitað sagt sér það sjálfir að Viddi og félagar láta ekki bjóða sér svona vitleysu og þau eru fljót að skipuleggja mikinn flótta. Illu heilli ræður bitur og illgjarn bangsi ríkjum á leikskólanum og hann og kónar hans vilja fyrir alla muni halda vinum okkar í prísundinni. Þessir gaurar eru alveg hreint fyrirmyndarskúrkar og bjóða upp á heilmikið fjör með nettu hryllingsívafi þegar leikfangafylkingunum lýstur saman.Sem fyrr eru það Viddi og Bósi sem leiða myndina og hersinguna áfram og geimgæinn nær að skyggja á kúrekann þegar hann missir vitið tímabundið og verður aftur bjáninn sem hann var í byrjun fyrstu myndarinnar. Annars eru senuþjófar þessarar myndar þau Ken og Barbie sem fella saman hugi eftir að þau átta sig á að þau voru „gerð fyrir hvort annað". Michael Keaton fer á kostum þegar hann talar fyrir Ken og þetta rómaða par á alla bestu brandarana í myndinni.Leikararnir sem ljá persónum raddir sínar eru hver öðrum betri. Tom Hanks og Tim Allen eru traustir í aðalhlutverkunum og meistararnir Don Rickles (Herra Kartöfluhaus), Wallace Shawn (risaeðlan Rex) og John Ratzenberger (sparigrísinn) eru svo dásamlegir að maður gæti hlustað á þá sólarhringum saman.Þórarinn ÞórarinssonNiðurstaða: Alveg hreint út sagt frábær teiknimynd fyrir börn og fullorðna. Dásamleg saga sögð af mikilli leikni. Þetta verður ekki mikið betra.
Tengdar fréttir Disney-mynd sló aðsóknarmet Disney- og Pixarmyndin Toy Story 3 sló aðsóknarmet fyrir teiknimynd á frumsýningarkvöldi sínu um helgina. Alls námu tekjurnar af þessu eina kvöldi 41 milljón dollara eða rúmlega 5 milljörðum kr. 20. júní 2010 11:17 Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Fleiri fréttir Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Sjá meira
Disney-mynd sló aðsóknarmet Disney- og Pixarmyndin Toy Story 3 sló aðsóknarmet fyrir teiknimynd á frumsýningarkvöldi sínu um helgina. Alls námu tekjurnar af þessu eina kvöldi 41 milljón dollara eða rúmlega 5 milljörðum kr. 20. júní 2010 11:17