Erlent

Tólf létu lífið í lestarslysi

Lögregla og björgunarfólk skoða vettvang slyssins.nordicphotos/AFP
Lögregla og björgunarfólk skoða vettvang slyssins.nordicphotos/AFP

Að minnsta kosti tólf týndu lífi í alvarlegu lestarslysi í bænum Castelldefels suður af Barcelóna á Spáni í fyrrinótt. Nokkrir eru alvarlega slasaðir.

Slysið varð á lestarstöð í smábænum Castelledefeles þegar fólk sem steig af héraðslest reyndi að stytta sér leið yfir nærliggjandi brautarteina, en gekk þá beint í veg fyrir hraðlest sem var á fullri ferð og átti ekki að stoppa á lestarstöðinni.

Lík hinna látnu voru illa farin og erfiðleikum bundið að bera kennsl á þau. Hin látnu voru flest frá Suður-Ameríku, ungt fólk frá Ekvador, Chile, Kólumbíu og Bólivíu, sem hafði ætlað sér í Jónsmessuteiti á ströndinni.

„Fagnaðarlætin yfir því að komast úr lestinni breyttust skyndilega í öskur,“ segir Cardona, 34 ára gamall Bólivíumaður. Hann sagðist hafa séð „limlest fólk og blóð út um allt“.

Þetta er mannskæðasta lestarslys á Spáni frá árinu 2003. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×