Grétar Jónasson: Meingallað frumvarp um sölu fasteigna Grétar Jónasson skrifar 10. apríl 2010 06:00 Nýlega var lagt fram á Alþingi mikilvægt neytendafrumvarp um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa. Frumvarpið er slíkum anmörkum háð að ekki verður við unað. Vinnan við frumvarpið var unnin fyrir hrunið og ber keim af því frjálsræðis andrúmslofti sem þá réði för. Nefnd sem vann að frumvarpinu voru þröngar skorður settar enda leiðin vörðuð af viðskiptaráðuneytinu og erfitt að koma að brýnum úrbótum. Frumskilyrði fyrir setningu nýrrar löggjafar er að í henni felist réttarbætur. Gildandi löggjöf hefur reynst einkar erfið í framkvæmd en frumvarpið boðar afturför í mörgum atriðum. Neytendasamtökunum, Húseigendafélaginu og Félagi fasteignasala blöskraðiNeytendasamtökin, Húseigendafélagið og Félag fasteignasala sem hafa mikla reynslu og þekkingu á þessu sviði sameinuðu krafta sína og settu fram tillögur að bráðnauðsynlegum réttarbótum. Ráðuneytið hafði að engu þær tillögur sem settar voru fram og sýndi óbilgirni. Það er því alrangt þegar ráðuneytið fullyrðir í frumvarpinu að „leitast hafi verið við að koma til móts við þau sjónarmið og gagnrýni sem helst hefur verið höfð uppi gagnvart núgildandi lögum“. Það er mikið áhyggjuefni þegar slíkar rangfærslur koma fram í stjórnarfrumvarpi. Þegar þannig háttar er brýnt að alþingismenn haldi vöku sinni gagnvart framkvæmdavaldinu. Alvarlegir agnúar eru víða í frumvarpinu. Hér á eftir verður einungis nokkurra getið. TilgangsákvæðiðÍ 1. gr. frumvarpsins segir að tilgangur þess sé m.a. að tryggja neytendavernd og að fasteignaviðskipti geti farið fram með öruggum hætti auk þess sem fasteignasalar séu engum háðir í störfum sínum. Vitaskuld þurfa önnur ákvæði laganna að styðja við tilgangsákvæðið þannig að tilgangi þeim sem stefnt er að verði náð, því fer á hinn bóginn víðs fjarri víða í frumvarpinu. Skylduaðild að Félagi fasteignasalaViðskiptaráðuneytið hélt því afdráttarlaust fram að fella þyrfti skylduaðild brott þar eð þingmenn myndu ekki samþykkja áframhald skylduaðildar auk þess sem hugsanlega væri um að ræða brot gagnvart stjórnarskrá. Nefndin sem vann að frumvarpinu var á öndverðum meiði auk þess sem fyrir lá lögfræðiálit frá tveimur virtum lögmönnum sem gengur í sömu átt og að niðurfelling skylduaðildar leiði til mun lakari stöðu neytenda en fyrr. Eftir að nefndin hafði lokið störfum sínum samþykkti Alþingi lög um að tekin yrði upp skylduaðild að Félagi löggiltra endurskoðenda þar sem alfarið sömu sjónarmið ráða og skylduaðild að Félagi fasteignasala byggir á í dag. Sú skipan var samþykkt af öllum þingmönnum þrátt fyrir að viðskiptaráðuneytið hafi haldið þveröfugu fram um vilja þingmanna og byggt frumvarpið á því! Afleiðingar brottfalls skylduaðildar fasteignasala eru m.a.: a) Felld er brott skylda fasteignasala að fylgja ströngum siðareglum við störf sín gagnvart neytendum. b) Lögboðið eftirlit með fasteignasölum að þeir fylgi siðareglum gagnvart neytendum er fellt niður. c) Felld er brott skylda Félags fasteignasala að tilkynna eftirlitsnefnd um meint brot fasteignasala gagnvart neytendum. Þetta er gert þrátt fyrir að öll alvarlegustu mál sem upp hafa komið í störfum fasteignasala undanfarin ár hafa verið upplýst vegna þessarar lagaskyldu. Athugasemdir sem settar eru fram í frumvarpiÍ athugasemdum sem fylgja frumvarpinu hefur viðskiptaráðuneytið m.a. sett inn ýmsar breytingar. Athugasemdir sem fylgja frumvarpinu eru mikilvæg lögskýringargögn. Staðhæfingar eru sums staðar beinlínis rangar og standast engan veginn auk þess sem ýmis atriði eru mjög óljós og einsýnt að margháttuð túlkunarvandamál eiga eftir að koma upp verði frumvarpið samþykkt. Kröfu verður að gera til lögjafar að um mikilvæg atriði sé kveðið á með skýrum hætti en framkvæmdin skrumskæli ekki þær réttarbætur sem reynt er að koma á. Í frumvarpinu er þess utan gert ráð fyrir að stór hluti athugasemda er fylgja eldri lögum sé ætlað að gilda áfram þrátt fyrir að um sé að ræða frumvarp til nýrra heildarlaga. Þvílík vinnubrögð skapa óvissu og ruglingshættu á réttarsviði þar sem einmitt er brýn þörf á skýrum og ótvíræðum leikreglum. Þessi vinnubrögð eru ekki til eftirbreytni og við þeim sérstaklega varað í handbók forsætisráðuneytisins um frágang lagafrumvarpa. Lög um sölu fasteigna er mikilvæg neytendalöggjöf sem hefur að geyma margháttaða umgjörð um rétt neytenda í alla jafnan stærstu viðskiptum fólks á lífsleiðinni. Það er óhæfa að ekki sé betur vandað til. Brýnt er að Alþingi haldi vöku sinni og slái skjaldborg um hagsmuni almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Nýlega var lagt fram á Alþingi mikilvægt neytendafrumvarp um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa. Frumvarpið er slíkum anmörkum háð að ekki verður við unað. Vinnan við frumvarpið var unnin fyrir hrunið og ber keim af því frjálsræðis andrúmslofti sem þá réði för. Nefnd sem vann að frumvarpinu voru þröngar skorður settar enda leiðin vörðuð af viðskiptaráðuneytinu og erfitt að koma að brýnum úrbótum. Frumskilyrði fyrir setningu nýrrar löggjafar er að í henni felist réttarbætur. Gildandi löggjöf hefur reynst einkar erfið í framkvæmd en frumvarpið boðar afturför í mörgum atriðum. Neytendasamtökunum, Húseigendafélaginu og Félagi fasteignasala blöskraðiNeytendasamtökin, Húseigendafélagið og Félag fasteignasala sem hafa mikla reynslu og þekkingu á þessu sviði sameinuðu krafta sína og settu fram tillögur að bráðnauðsynlegum réttarbótum. Ráðuneytið hafði að engu þær tillögur sem settar voru fram og sýndi óbilgirni. Það er því alrangt þegar ráðuneytið fullyrðir í frumvarpinu að „leitast hafi verið við að koma til móts við þau sjónarmið og gagnrýni sem helst hefur verið höfð uppi gagnvart núgildandi lögum“. Það er mikið áhyggjuefni þegar slíkar rangfærslur koma fram í stjórnarfrumvarpi. Þegar þannig háttar er brýnt að alþingismenn haldi vöku sinni gagnvart framkvæmdavaldinu. Alvarlegir agnúar eru víða í frumvarpinu. Hér á eftir verður einungis nokkurra getið. TilgangsákvæðiðÍ 1. gr. frumvarpsins segir að tilgangur þess sé m.a. að tryggja neytendavernd og að fasteignaviðskipti geti farið fram með öruggum hætti auk þess sem fasteignasalar séu engum háðir í störfum sínum. Vitaskuld þurfa önnur ákvæði laganna að styðja við tilgangsákvæðið þannig að tilgangi þeim sem stefnt er að verði náð, því fer á hinn bóginn víðs fjarri víða í frumvarpinu. Skylduaðild að Félagi fasteignasalaViðskiptaráðuneytið hélt því afdráttarlaust fram að fella þyrfti skylduaðild brott þar eð þingmenn myndu ekki samþykkja áframhald skylduaðildar auk þess sem hugsanlega væri um að ræða brot gagnvart stjórnarskrá. Nefndin sem vann að frumvarpinu var á öndverðum meiði auk þess sem fyrir lá lögfræðiálit frá tveimur virtum lögmönnum sem gengur í sömu átt og að niðurfelling skylduaðildar leiði til mun lakari stöðu neytenda en fyrr. Eftir að nefndin hafði lokið störfum sínum samþykkti Alþingi lög um að tekin yrði upp skylduaðild að Félagi löggiltra endurskoðenda þar sem alfarið sömu sjónarmið ráða og skylduaðild að Félagi fasteignasala byggir á í dag. Sú skipan var samþykkt af öllum þingmönnum þrátt fyrir að viðskiptaráðuneytið hafi haldið þveröfugu fram um vilja þingmanna og byggt frumvarpið á því! Afleiðingar brottfalls skylduaðildar fasteignasala eru m.a.: a) Felld er brott skylda fasteignasala að fylgja ströngum siðareglum við störf sín gagnvart neytendum. b) Lögboðið eftirlit með fasteignasölum að þeir fylgi siðareglum gagnvart neytendum er fellt niður. c) Felld er brott skylda Félags fasteignasala að tilkynna eftirlitsnefnd um meint brot fasteignasala gagnvart neytendum. Þetta er gert þrátt fyrir að öll alvarlegustu mál sem upp hafa komið í störfum fasteignasala undanfarin ár hafa verið upplýst vegna þessarar lagaskyldu. Athugasemdir sem settar eru fram í frumvarpiÍ athugasemdum sem fylgja frumvarpinu hefur viðskiptaráðuneytið m.a. sett inn ýmsar breytingar. Athugasemdir sem fylgja frumvarpinu eru mikilvæg lögskýringargögn. Staðhæfingar eru sums staðar beinlínis rangar og standast engan veginn auk þess sem ýmis atriði eru mjög óljós og einsýnt að margháttuð túlkunarvandamál eiga eftir að koma upp verði frumvarpið samþykkt. Kröfu verður að gera til lögjafar að um mikilvæg atriði sé kveðið á með skýrum hætti en framkvæmdin skrumskæli ekki þær réttarbætur sem reynt er að koma á. Í frumvarpinu er þess utan gert ráð fyrir að stór hluti athugasemda er fylgja eldri lögum sé ætlað að gilda áfram þrátt fyrir að um sé að ræða frumvarp til nýrra heildarlaga. Þvílík vinnubrögð skapa óvissu og ruglingshættu á réttarsviði þar sem einmitt er brýn þörf á skýrum og ótvíræðum leikreglum. Þessi vinnubrögð eru ekki til eftirbreytni og við þeim sérstaklega varað í handbók forsætisráðuneytisins um frágang lagafrumvarpa. Lög um sölu fasteigna er mikilvæg neytendalöggjöf sem hefur að geyma margháttaða umgjörð um rétt neytenda í alla jafnan stærstu viðskiptum fólks á lífsleiðinni. Það er óhæfa að ekki sé betur vandað til. Brýnt er að Alþingi haldi vöku sinni og slái skjaldborg um hagsmuni almennings.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun