Skinhelgi kirkjunnar Reynir Harðarson skrifar 21. september 2010 06:00 Áhugamenn um trúleysi hljóta að fagna þessa dagana, og ekki bara vegna þess að þjóðkirkjan er í vandræðum. Út er komin í íslenskri þýðingu bókin The God Delusion eftir Richard Dawkins, eitt áhrifamesta rit síðustu ára, nefnist á íslensku Ranghugmyndin um guð". Þannig hljóðar hluti nýlegrar bloggfærslu Egils Helgasonar, sem hann kallar „Jól hjá trúleysingjum". Sem formaður Vantrúar og þýðandi nefndrar bókar get ég viðurkennt að ég fagna því vissulega að þær konur sem voru úthrópaðar siðblindir lygarar, geðsjúklingar og druslur hafa hlotið uppreisn æru. Yfirlýstir trúleysingjar vita mætavel hvaða afleiðingar það hefur að voga sér að gagnrýna stjórnarskrárvarin sérréttindi ríkiskirkjunnar, ofurlaun presta, trúboð í leik- og grunnskólum, sjálfkrafa skráningu barna við fæðingu í trúfélag og fleira. Þótt yfirgnæfandi meirihluti landsmanna sé hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju og allir stjórnmálaflokkar stefni að því að afnema sjálfkrafa skráningu barna í trúfélag móður þarf enn nokkuð hugrekki til að hafa orð á því. En vogi maður sér að gagnrýna þá trú sem kirkjan kennir sig við eða boðun hennar er það ekki bara túlkað sem ókurteisi heldur hættulegt ofstæki, hatur og niðurrifsstarfsemi af versta tagi. Samstundis er fullyrt að með því sé vegið að grunnstoðum samfélagsins af frekju og yfirgangi sem stafar að sjálfsögðu af brenglun, firringu og sjúku yfirlæti þeirra trúlausu. Ég leyfi mér að fullyrða að almenningur gerir sér enga grein fyrir hvað hann er gjörsamlega gegnsósa af kenningum kirkjunnar og þeim lúmska áróðri sem hún beitir á opinberum vettvangi. Í Vantrú höfum við lengi gagnrýnt kristna trú, kirkju og málflutning kirkjunnar manna. Fyrir vikið höfum við fengið að reyna á eigin skinni andúð kirkjunnar manna og ofurkristinna. Við þekkjum skítkastið, símhringingarnar, slúðrið og áhrif á atvinnu okkar. Meirihluti landsmanna hefur hins vegar litla þekkingu á málstað okkar og málflutningi en trúir líklega tröllasögum hinna helgu manna. Kannski er ekki von á góðu þegar það er beinlínis kennt í guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands að málflutningur Dawkins og Vantrúar „grafi undan allsherjarreglu og almennu siðferði" með því að „skerða málfrelsi trúaðra, andmæla almennum mannréttindum, leggja menn í einelti og fordæma minnihlutahópa á borð við gyðinga". Þegar okkur varð þetta ljóst var okkur illa brugðið, og þarf þó nokkuð til. Siðanefnd Háskólans hefur þessa kennslu nú til athugunar. Þótt það sé lítið mál að kynna sér málflutninginn á vantru.is er auðveldara að gefa sér niðurstöðuna fyrirfram og klappa sér á bakið fyrir að vera nú ekki neinn öfgamaður í trúmálum heldur umburðarlyndið holdi klætt. En vissulega er full ástæða til að gleðjast yfir útkomu bókarinnar „Ranghugmyndin um guð" á íslensku. Það er ekki ofsagt hjá Agli að þetta er hugsanlega eitt áhrifamesta rit síðustu ára, skrifað af stórmerkum vísindamanni og bráðskemmtilegum penna. Vonandi verður umræða um trúmál á vitrænni nótum þegar fleiri kynnast rökum Dawkins fyrir trúleysi. Nú þekkjum við þrautagöngu kvennanna sem voguðu sér að segja sannleikann um háheilagan biskupinn. Í eftirmála þýðingar minnar vík ég að baráttu Helga Hóseassonar við kirkjuna og drep á eigin reynslu á því sviði. Þótt mér hafi tekist að fá úrskurð þess efnis að kirkjan hafi á mér brotið bólar ekkert á afsökunarbeiðni þaðan. Einhverra hluta vegna þykir kirkjunnar þjónum það nefnilega sjálfsagður réttur sinn og jafnvel skylda að troða boðskap sínum ofan í kokið á börnum, jafnvel þótt það sé þvert gegn vilja foreldranna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Áhugamenn um trúleysi hljóta að fagna þessa dagana, og ekki bara vegna þess að þjóðkirkjan er í vandræðum. Út er komin í íslenskri þýðingu bókin The God Delusion eftir Richard Dawkins, eitt áhrifamesta rit síðustu ára, nefnist á íslensku Ranghugmyndin um guð". Þannig hljóðar hluti nýlegrar bloggfærslu Egils Helgasonar, sem hann kallar „Jól hjá trúleysingjum". Sem formaður Vantrúar og þýðandi nefndrar bókar get ég viðurkennt að ég fagna því vissulega að þær konur sem voru úthrópaðar siðblindir lygarar, geðsjúklingar og druslur hafa hlotið uppreisn æru. Yfirlýstir trúleysingjar vita mætavel hvaða afleiðingar það hefur að voga sér að gagnrýna stjórnarskrárvarin sérréttindi ríkiskirkjunnar, ofurlaun presta, trúboð í leik- og grunnskólum, sjálfkrafa skráningu barna við fæðingu í trúfélag og fleira. Þótt yfirgnæfandi meirihluti landsmanna sé hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju og allir stjórnmálaflokkar stefni að því að afnema sjálfkrafa skráningu barna í trúfélag móður þarf enn nokkuð hugrekki til að hafa orð á því. En vogi maður sér að gagnrýna þá trú sem kirkjan kennir sig við eða boðun hennar er það ekki bara túlkað sem ókurteisi heldur hættulegt ofstæki, hatur og niðurrifsstarfsemi af versta tagi. Samstundis er fullyrt að með því sé vegið að grunnstoðum samfélagsins af frekju og yfirgangi sem stafar að sjálfsögðu af brenglun, firringu og sjúku yfirlæti þeirra trúlausu. Ég leyfi mér að fullyrða að almenningur gerir sér enga grein fyrir hvað hann er gjörsamlega gegnsósa af kenningum kirkjunnar og þeim lúmska áróðri sem hún beitir á opinberum vettvangi. Í Vantrú höfum við lengi gagnrýnt kristna trú, kirkju og málflutning kirkjunnar manna. Fyrir vikið höfum við fengið að reyna á eigin skinni andúð kirkjunnar manna og ofurkristinna. Við þekkjum skítkastið, símhringingarnar, slúðrið og áhrif á atvinnu okkar. Meirihluti landsmanna hefur hins vegar litla þekkingu á málstað okkar og málflutningi en trúir líklega tröllasögum hinna helgu manna. Kannski er ekki von á góðu þegar það er beinlínis kennt í guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands að málflutningur Dawkins og Vantrúar „grafi undan allsherjarreglu og almennu siðferði" með því að „skerða málfrelsi trúaðra, andmæla almennum mannréttindum, leggja menn í einelti og fordæma minnihlutahópa á borð við gyðinga". Þegar okkur varð þetta ljóst var okkur illa brugðið, og þarf þó nokkuð til. Siðanefnd Háskólans hefur þessa kennslu nú til athugunar. Þótt það sé lítið mál að kynna sér málflutninginn á vantru.is er auðveldara að gefa sér niðurstöðuna fyrirfram og klappa sér á bakið fyrir að vera nú ekki neinn öfgamaður í trúmálum heldur umburðarlyndið holdi klætt. En vissulega er full ástæða til að gleðjast yfir útkomu bókarinnar „Ranghugmyndin um guð" á íslensku. Það er ekki ofsagt hjá Agli að þetta er hugsanlega eitt áhrifamesta rit síðustu ára, skrifað af stórmerkum vísindamanni og bráðskemmtilegum penna. Vonandi verður umræða um trúmál á vitrænni nótum þegar fleiri kynnast rökum Dawkins fyrir trúleysi. Nú þekkjum við þrautagöngu kvennanna sem voguðu sér að segja sannleikann um háheilagan biskupinn. Í eftirmála þýðingar minnar vík ég að baráttu Helga Hóseassonar við kirkjuna og drep á eigin reynslu á því sviði. Þótt mér hafi tekist að fá úrskurð þess efnis að kirkjan hafi á mér brotið bólar ekkert á afsökunarbeiðni þaðan. Einhverra hluta vegna þykir kirkjunnar þjónum það nefnilega sjálfsagður réttur sinn og jafnvel skylda að troða boðskap sínum ofan í kokið á börnum, jafnvel þótt það sé þvert gegn vilja foreldranna.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun