Erlent

Rannsókn sögð nauðsynleg

Ekki er reiknað með endanlegum tölum fyrr en eftir nokkrar vikur eða jafnvel mánuði.
nordicphotos/AFP
Ekki er reiknað með endanlegum tölum fyrr en eftir nokkrar vikur eða jafnvel mánuði. nordicphotos/AFP
Óháð kosningaeftirlitsstofnun í Afganistan hvetur Hamid Karzai forseta og önnur stjórnvöld til að leyfa ítarlega rannsókn á því hvort víðtækt kosningasvindl hafi verið viðhaft um helgina.

Í bráðabirgðaskýrslu sinni um framkvæmd kosninganna er lýst fjölmörgu, sem ábótavant þótti. Til dæmis eru dæmi um að kjósendur hafi komið með mörg atkvæði, greitt atkvæði fyrir aðra, greitt atkvæði án þess að hafa náð kosningaaldri, notað fölsuð skilríki eða greitt atkvæði oftar en einu sinni.

Þingkosningar voru haldnar í landinu á laugardag þrátt fyrir árásir og hótanir talibana. Ofbeldið kostaði eitthvað á þriðja tug manns lífið.

Aðeins ár er liðið síðan forsetakosningar voru haldnar í landinu, þar sem Karzai tryggði sér annað kjörtímabil við völd.

Staða hans veiktist hins vegar vegna ásakana um víðtækt kosningasvindl, sem nú er að endurtaka sig eins og margir höfðu óttast.

- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×