Erlent

Reynt að fá Ísraela til að byggja ekki á Vesturbakkanum

Óli Tynes skrifar
Landnemabyggð á Vesturbakkanum.
Landnemabyggð á Vesturbakkanum.

Miðausturlandakvartettinn svokallaði þrýstir mjög á Ísraela að framlengja bann við frekari húsbyggingum á Vesturbakkanum.

Það hefur staðið í tíu mánuði en rennur út um næstu mánaðamót. Benjamín Netanyahu forsætisráðherra Ísraels hefur lýst því yfir að það verði ekki framlengt.

Í Kvartettinum fyrrnefnda eru Bandaríkin, Rússland, Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið.

Stöðvun framkvæmda á Vesturbakkanum var forsenda þess að palestínumenn féllust á að taka þátt í nýjum friðarviðræðum.

Mahmoud Abbas forseti hefur lýst því yfir að ef þær verði hafnar á nýjan leik muni hann hætta þáttöku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×