Erlent

Konungur Jórdaníu spáir stríði

Óli Tynes skrifar
Abdullah, konungur Jórdaníu.
Abdullah, konungur Jórdaníu.

Abdullah konungur konungur Jórdaníu kom í gær fram í sjónvarpsþætti Johns Stewart, The Daily Show.

Hann sagði þar að ef fyrirhugaður samningafundur Ísraela og Palestínumanna hinn þrítugasta þessa mánaðar fari út um þúfur megi búast við stríði fyrir árslok og fleiri stríðum í Miðausturlöndum á næstu árum.

Meginástæða þess að fundurinn gæti misheppnast eru deilurnar um landnemabyggðir Ísraela á Vesturbakkanum.

Fyrir tíu mánuðum setti Benjamín Netanyahu forsætisráðherra Ísraels framkvæmdabann á frekari húsbyggingar á Vesturbakkanum.

Það bann fellur úr gildi næstkomandi sunnudag. Netanyahu segir að framkvæmdabannið verði ekki framlengt. Og palestínumenn segja að ef það verði ekki framlengt muni þeir hætta friðarviðræðunum.

Bandarísk stjórnvöld þrýsta mjög á Netanyahu, en hann hefur ekki gefið sig ennþá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×