Erlent

Nú verður gaman kellíng

Óli Tynes skrifar
Stephen og Annelise á brúðkaupsdaginn.
Stephen og Annelise á brúðkaupsdaginn.

Breski uppistandarinn Stephen Grant kvæntist Annelise Holland árið 2005. Hann er nú 37 ára og hún 33.

Ári eftir brúðkaupið komst Grand að því að Holland hélt framhjá honum. Skilnaðurinn var skrautlegur og eitt af því sem frúin krafðist var að hann minntist aldrei á sig í uppistöndum sínum.

Því hafnaði Grant. Hann sagði að skilnaðurinn hefði verið svo hlægilegur að hann yrði að fá að gera hinum skil.

Málið fór fyrir dómstóla. Og nú er fallinn dómur sem heimilar Grant að grínast með sína fyrrverandi.

Annelise býst við hinu versta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×