Tala látinna fer hækkandi í Chile 27. febrúar 2010 12:16 Frá borginni Concepcion í Chile. Mynd/AP Tala látinna eftir öflugan jarðskjálfta sem reið yfir Chile í morgun fer hækkandi og segja nýjustu tölur að rúmlega sextíu hafi farist. Skjálftinn var átta komma átta á Richter. Utanríkisráðuneytið hefur upplýsingar um að minnsta kosti fjóra Íslendinga í landinu. Engar fréttir hafa borist af þeim í morgun. Upptök skjálftans sem var átta komma átta á Richter voru rúmlega níutíu kílómetra norð- austur af borginni Concepcion og rúmlega 320 kílómetra suðvestur af borginni Santiago. Óttast er að fleiri hafi látist og slasast í skjálftanum en tölur eru enn á reiki. Tala látinna fer hækkandi. Gefin hefur verið út viðvörun vegna mögulegrar flóðbylgjuhættu í Chile, Perú og Ekvador. Forseti landsins Michelle Bachelet hefur greint frá því við fjölmiðla að stór flóðbylgja hafi skollið á eyjum í grennd við Chile. Á mörgum svæðum er rafmagnslaust, allar símalínur liggja niðri og erfitt reynist að ná sambandi inn við landið.Utanríkisráðuneytið minnir á neyðarsímann Urður Gunnarsdóttir upplýsingafulltrúi Utanríkisráðuneytisins segir ráðuneytið hafa upplýsingar um að minnsta kosti fjóra Íslendinga í Chile að svo stöddu. „Við erum í sambandi við alla ræðismenn okkar og við hin Norðurlöndin til að reyna afla upplýsinga um þá. Það virðist vera erfitt að ná sambandi við allavega hluta landsins," segir Urður. Utanríkisráðuneytið óskar eftir upplýsingum frá fólki hér á landi um hugsanlega fleiri Íslendinga í Chile og er þeim ráðlagt að hringja í neyðarsímann 545-9900.Hafa eftirlit með lokafrágangi á nýju varðskipi Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir sjö manns á vegum gæslunnar stadda í borginni Conception í Chile, þar af tvo Íslendinga og fimm Dani. Þeir hafa haft eftirlit með lokafrágangi á nýja varðskipinu sem chilenski sjóherinn byggir fyrir ÍSlendinga. „Við höfum ekki náð sambandi við þá í allan morgun og höfum af því töluverðar áhyggjur því þarna virðist vera mjög alvarlegt ástand," segir Georg. Þá eru einnig tveir Íslendingar á vegum Ísfélags Vestmannaeyja staddir á sömu slóðum en þeir eru einnig að fylgjast með nýju skipi í eigu félagsins. Þetta er stærsti jarðskjálftinn sem hefur riðið yfir landið í 25 ár. Stærsti jarðskjálfti tuttugustu aldar eða 9,5 á Richter skók Chile árið 1960 og varð 1655 manns að bana að því er fram kemur á fréttavef BBC. Tengdar fréttir Íslendingar í Chile Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um fjóra Íslendinga í Chile þar á meðal á vegum Landhelgisgæslunnar. Öflugur jarðskjálfti upp á 8,8 á Richter skók landið í morgun. Ekki er vitað hvort Íslendingarnir hafi verið á skjálftasvæðinu. 27. febrúar 2010 11:00 Öflugur jarðskjálfti í Chile Talið er að minnsta kost sex hafi látist og fleiri slasast í öflugum jarðskjálfta upp á 8,8 á Richter sem skók Chile í Suður Ameríku í morgun. Þetta er stærsti jarðskjálftinn sem hefur riðið yfir landið í 25 ár. Óttast er að fleiri hafi látist og slasast en tölur um það eru á reiki. 27. febrúar 2010 09:42 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Sjá meira
Tala látinna eftir öflugan jarðskjálfta sem reið yfir Chile í morgun fer hækkandi og segja nýjustu tölur að rúmlega sextíu hafi farist. Skjálftinn var átta komma átta á Richter. Utanríkisráðuneytið hefur upplýsingar um að minnsta kosti fjóra Íslendinga í landinu. Engar fréttir hafa borist af þeim í morgun. Upptök skjálftans sem var átta komma átta á Richter voru rúmlega níutíu kílómetra norð- austur af borginni Concepcion og rúmlega 320 kílómetra suðvestur af borginni Santiago. Óttast er að fleiri hafi látist og slasast í skjálftanum en tölur eru enn á reiki. Tala látinna fer hækkandi. Gefin hefur verið út viðvörun vegna mögulegrar flóðbylgjuhættu í Chile, Perú og Ekvador. Forseti landsins Michelle Bachelet hefur greint frá því við fjölmiðla að stór flóðbylgja hafi skollið á eyjum í grennd við Chile. Á mörgum svæðum er rafmagnslaust, allar símalínur liggja niðri og erfitt reynist að ná sambandi inn við landið.Utanríkisráðuneytið minnir á neyðarsímann Urður Gunnarsdóttir upplýsingafulltrúi Utanríkisráðuneytisins segir ráðuneytið hafa upplýsingar um að minnsta kosti fjóra Íslendinga í Chile að svo stöddu. „Við erum í sambandi við alla ræðismenn okkar og við hin Norðurlöndin til að reyna afla upplýsinga um þá. Það virðist vera erfitt að ná sambandi við allavega hluta landsins," segir Urður. Utanríkisráðuneytið óskar eftir upplýsingum frá fólki hér á landi um hugsanlega fleiri Íslendinga í Chile og er þeim ráðlagt að hringja í neyðarsímann 545-9900.Hafa eftirlit með lokafrágangi á nýju varðskipi Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir sjö manns á vegum gæslunnar stadda í borginni Conception í Chile, þar af tvo Íslendinga og fimm Dani. Þeir hafa haft eftirlit með lokafrágangi á nýja varðskipinu sem chilenski sjóherinn byggir fyrir ÍSlendinga. „Við höfum ekki náð sambandi við þá í allan morgun og höfum af því töluverðar áhyggjur því þarna virðist vera mjög alvarlegt ástand," segir Georg. Þá eru einnig tveir Íslendingar á vegum Ísfélags Vestmannaeyja staddir á sömu slóðum en þeir eru einnig að fylgjast með nýju skipi í eigu félagsins. Þetta er stærsti jarðskjálftinn sem hefur riðið yfir landið í 25 ár. Stærsti jarðskjálfti tuttugustu aldar eða 9,5 á Richter skók Chile árið 1960 og varð 1655 manns að bana að því er fram kemur á fréttavef BBC.
Tengdar fréttir Íslendingar í Chile Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um fjóra Íslendinga í Chile þar á meðal á vegum Landhelgisgæslunnar. Öflugur jarðskjálfti upp á 8,8 á Richter skók landið í morgun. Ekki er vitað hvort Íslendingarnir hafi verið á skjálftasvæðinu. 27. febrúar 2010 11:00 Öflugur jarðskjálfti í Chile Talið er að minnsta kost sex hafi látist og fleiri slasast í öflugum jarðskjálfta upp á 8,8 á Richter sem skók Chile í Suður Ameríku í morgun. Þetta er stærsti jarðskjálftinn sem hefur riðið yfir landið í 25 ár. Óttast er að fleiri hafi látist og slasast en tölur um það eru á reiki. 27. febrúar 2010 09:42 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Sjá meira
Íslendingar í Chile Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um fjóra Íslendinga í Chile þar á meðal á vegum Landhelgisgæslunnar. Öflugur jarðskjálfti upp á 8,8 á Richter skók landið í morgun. Ekki er vitað hvort Íslendingarnir hafi verið á skjálftasvæðinu. 27. febrúar 2010 11:00
Öflugur jarðskjálfti í Chile Talið er að minnsta kost sex hafi látist og fleiri slasast í öflugum jarðskjálfta upp á 8,8 á Richter sem skók Chile í Suður Ameríku í morgun. Þetta er stærsti jarðskjálftinn sem hefur riðið yfir landið í 25 ár. Óttast er að fleiri hafi látist og slasast en tölur um það eru á reiki. 27. febrúar 2010 09:42