Karl Sigurðsson: Of erfitt fyrir venjulegt fólk Karl Sigurðsson skrifar 22. maí 2010 20:57 Þegar Jón kom fyrst að máli við mig og spurði hvort ég vildi vera með í framboði til borgarstjórnarkosninga í vor var mín fyrsta spurning: "Hvað felst í því?" Hann svaraði: "Það á að vera gaman." Og það var strax gaman. Frá fyrsta degi. Og þegar í ljós kom hvers konar snillingar voru með í framboðinu varð jafnvel enn meira gaman. Fljótlega tók framboðinu að vaxa fiskur um hrygg og hugmyndafræði farin að myndast í hópnum. Og enn var gaman. Þegar framboðslistinn var svo kynntur og framboðið tilkynnt til kjörstjórnar fór ég að átta mig á alvöru málsins: Ég var kominn í þá stöðu að ég gæti - ef allt gengi vel - lent í því að verða fulltrúi í borgarstjórn Reykjavíkur. Eða allavega varaborgarfulltrúi. En samt var gaman. Eftir því sem meðbyr Besta flokksins jókst í könnunum komu æ fleiri vinir og kunningjar til mín (flestir kunnugir og/eða tengdir stjórnmálum á einn eða annan hátt) og spurðu mig hvort ég treysti mér í alvöru í þetta starf. Það væri svo flókið að ég þyrfti að hafa mig allan við til að skilja viðfangsefnin, það væri svo tímafrekt að ég gæti ekki gert neitt annað í fjögur ár og það krefðist gríðarlegra hæfileika og reynslu í að starfa með öðrum. Undanfarið hef ég því verið að velta fyrir mér hvers konar ofurmenni það eru eiginlega sem ákveða að takast á við þetta gríðarlega vandasama starf. Og þá fór ég að efast. Ég er nefnilega ekki viss um að B.S. gráða í tölvunarfræði dugi til að skilja flókna hluti. Og þó ég hafi undanfarin ár verið í fullu starfi sem tölvunarfræðingur, að hluta sem tónlistarmaður og sinnt ýmiss konar öðrum verkefnum meðfram því þýðir það ekkert endilega að ég ráði við annríkið sem fylgir setu í borgarstjórn. Hvað þá að ég sé nógu hæfur að starfa með öðrum þrátt fyrir 14 ár í kór og síðan 5 ár í hljómsveit og vinnu með leikhópi. "Nei, það hlýtur að vanta eitthvað uppá hjá mér," hugsaði ég. "Til dæmis einhvers konar ofurmannlega eiginleika, uppeldi í ungliðahreyfingu stjórnmálaflokks og djúpa þekkingu á krókum og kimum kerfisins. Að ég tali nú ekki um reynsluna." Samt er bara svo gaman í Besta flokknum. Eins gott að ég hef horft á The Wire. Höfundur skipar 5. sæti Besta flokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Þegar Jón kom fyrst að máli við mig og spurði hvort ég vildi vera með í framboði til borgarstjórnarkosninga í vor var mín fyrsta spurning: "Hvað felst í því?" Hann svaraði: "Það á að vera gaman." Og það var strax gaman. Frá fyrsta degi. Og þegar í ljós kom hvers konar snillingar voru með í framboðinu varð jafnvel enn meira gaman. Fljótlega tók framboðinu að vaxa fiskur um hrygg og hugmyndafræði farin að myndast í hópnum. Og enn var gaman. Þegar framboðslistinn var svo kynntur og framboðið tilkynnt til kjörstjórnar fór ég að átta mig á alvöru málsins: Ég var kominn í þá stöðu að ég gæti - ef allt gengi vel - lent í því að verða fulltrúi í borgarstjórn Reykjavíkur. Eða allavega varaborgarfulltrúi. En samt var gaman. Eftir því sem meðbyr Besta flokksins jókst í könnunum komu æ fleiri vinir og kunningjar til mín (flestir kunnugir og/eða tengdir stjórnmálum á einn eða annan hátt) og spurðu mig hvort ég treysti mér í alvöru í þetta starf. Það væri svo flókið að ég þyrfti að hafa mig allan við til að skilja viðfangsefnin, það væri svo tímafrekt að ég gæti ekki gert neitt annað í fjögur ár og það krefðist gríðarlegra hæfileika og reynslu í að starfa með öðrum. Undanfarið hef ég því verið að velta fyrir mér hvers konar ofurmenni það eru eiginlega sem ákveða að takast á við þetta gríðarlega vandasama starf. Og þá fór ég að efast. Ég er nefnilega ekki viss um að B.S. gráða í tölvunarfræði dugi til að skilja flókna hluti. Og þó ég hafi undanfarin ár verið í fullu starfi sem tölvunarfræðingur, að hluta sem tónlistarmaður og sinnt ýmiss konar öðrum verkefnum meðfram því þýðir það ekkert endilega að ég ráði við annríkið sem fylgir setu í borgarstjórn. Hvað þá að ég sé nógu hæfur að starfa með öðrum þrátt fyrir 14 ár í kór og síðan 5 ár í hljómsveit og vinnu með leikhópi. "Nei, það hlýtur að vanta eitthvað uppá hjá mér," hugsaði ég. "Til dæmis einhvers konar ofurmannlega eiginleika, uppeldi í ungliðahreyfingu stjórnmálaflokks og djúpa þekkingu á krókum og kimum kerfisins. Að ég tali nú ekki um reynsluna." Samt er bara svo gaman í Besta flokknum. Eins gott að ég hef horft á The Wire. Höfundur skipar 5. sæti Besta flokksins í Reykjavík
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun