Handbolti

Alfreð og félagar á toppinn

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Aron skoraði þrjú mörk í dag.
Aron skoraði þrjú mörk í dag.
Alfreð Gíslason og lið hans Kiel kom sér fyrir í toppsæti þýsku 1. deildarinnar með því að sigra Hamburg, 33-31, í toppslagnum. Kiel er með eins stigs forskot á Hamburg eftir leikinn þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk fyrir Kiel í dag. Markahæstur í liði Kiel var Filip Jicha með átta mörk en í liði Hamburg var það Hans Lindberg með tíu mörk. Alfreð og lærisveinar hans eiga tvo leiki eftir sem þeir ættu að klára og ef þeim tekst það fagna þeir titlinum sjötta árið í röð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×