Erlent

Með lík föðurins í frystikistu

Lík sjötugs fjölskylduföður í Kína hefur verið geymt í meira en ár í frystikistu á heimili fjölskyldu hans, sem þorir ekki að láta grafa líkið, þar sem hún telur mikilvægt að geyma það vegna gruns um að maðurinn hafi verið myrtur.

Guo Chenzhi lést í nóvember árið 2008. Hann var bókhaldari og hafði sakað borgarstjórann í Hedong í Hebei-héraði um fjársvik. Fjölskyldan segist fullviss um að borgarstjórinn hafi látið myrða Chenzhi. Borgarstjórinn hefur nú verið handtekinn. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×