Erlent

Bretar taka þátt í hersýningu

Hersýning á rauða torginu Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn taka þátt í vor.nordicphotos/AFP
Hersýning á rauða torginu Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn taka þátt í vor.nordicphotos/AFP

Rússnesk stjórnvöld hafa boðið breskum, frönskum og bandarískum hermönnum að taka þátt í hátíðahöldum á Rauða torginu í Moskvu 9. maí, þegar 65 ár verða liðin frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar.

Þetta verður í fyrsta sinn sem breskir hermenn taka þátt í hersýningu á Rauða torginu. Dagurinn er einn mesti hátíðardagur ársins í Rússlandi.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×