Erlent

Mikið blý í blóði barna

Óli Tynes skrifar

Mikið blý hefur mælst í blóði barna í grennd við verksmiðjur sem framleiða blý í Hunan héraði í Kína.

Mikil málmvinnsla er í héraðinu og segja íbúar og umhverfissamtök að margar þeirra starfi leyfislausar og án nokkurs eftirlits.

Þær eitri akra bænda og umhverfið allt. Íbúarnir segja að ekker þýði að kvarta við yfirvöld. Í einu skiptin sem embættismenn sjáist þar á ferð sé það til þess að greiða bætur til fjölskyldna þeirra sem deyja.

Þær bætur eru um einn milljón króna. Við greiðslu bótanna er ætlast til þess að málinu sé lokið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×