Erlent

Sonarsonur forseta handtekinn

Óli Tynes skrifar
Frá Teheran.
Frá Teheran.
Írönsk fréttastofa segir að sonarsonur fyrrverandi forseta landsins hafi verið handtekinn þegar hann kom til Teherans frá Lundúnum í gær.

Afi hans er Akbar Rafsanjani sem enn er áhrifamikill í klerkastétt landsins. Í forsetakosningunum á síðasta ári studdi hann Mir Hossein Mousavi sem bauð sig fram gegn Ahmadinejad forseta.

Ahmadinejad fór með sigur af hólmi en andstæðingar hans segja að það hafi gerst með stórfelldu kosningasvindli.

Stjórnvöld í Íran hafa látið handtaka þúsundir manna sem mótmæltu kosningaúrslitunum og yfir eitthundrað þeirra hafa verið dregnir fyrir dómstóla.

Í frétt Farsi fréttastofunnar er ekki getið um ástæður þess að sonarsonur Rafsanjanis var handtekinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×