Erlent

Barnamorðingi skorinn á háls

Ian Huntley.
Ian Huntley.

Ian Huntley, breski barnamorðinginn sem myrti hinar 10 ára gömlu Holly Wells og Jessicu Chapman í breska bænum Soham árið 2002 var skorinn á háls í fangelsi sínu í gær.

Huntley fór í bráðaaðgerð og læknum tókst að bjarga lífi hans en árásarmaðurinn er einnig fangi. Huntley sem er 36 ára og var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðin hefur margsinnis lent í árásum samfanga sinna enda vöktu morðin mikinn óhug í Bretlandi á sínum tíma. Huntley var húsvörður í skóla stúlknanna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×