Erlent

Flokkur Sarkozy tapaði

Frakkland, ap Hægriflokkur Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta tapaði í sveitarstjórnarkosningum um helgina.

Þegar um 80 prósent atkvæða höfðu verið talin í gærkvöldi hafði bandalag undir forystu Sósíalistaflokksins hlotið rúm 53 prósent atkvæða á landsvísu. Flokkur forsetans, UMP, og bandalag hans höfðu fengið rúm 35 prósent. Franski þjóðarflokkurinn hafði fengið 10 prósent atkvæða.

Forsætisráðherrann Francois Fillon viðurkenndi ósigur UMP og sagðist ætla að ræða stöðuna við forsetann í dag. - þeb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×