Nauðsynlegt átak Birkir Hólm Guðnason skrifar 9. júlí 2010 06:00 Icelandair, sem lagði um fimmtung, eða 125 milljónir króna, til markaðsátaksins Inspired by Iceland, telur þeim fjármunum hafa verið vel varið í ljósi reynslu undanfarinna mánaða. Icelandair telur að kynningarátak fyrir Ísland hafi vegna stöðunnar í apríl/maí í vor verið nauðsynlegt til þess að koma í veg fyrir hrun í ferðaþjónustunni, og að staðan nú sýni að nokkuð vel hafi til tekist. Rifja verður upp að áður en eldgosið í Eyjafjallajökli olli mestu truflunum í flugsamgöngum í heimssögunni var staða flugbókana til Íslands mjög góð og stefndi í metfjölda ferðamanna til landsins. Við gosið hættu ferðamenn að bóka Íslandsferðir og útlitið breyttist til hins verra. Tap þjóðarbúsins af þeim sökum stefndi í að nema tugum milljarða króna. Í þeirri stöðu var óverjandi, bæði fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu og hið opinbera, að aðhafast ekkert. Nauðsynlegt var að koma þeim skilaboðum til umheimsins að óhætt væri að koma til Íslands og að eldgosið ógnaði ekki öryggi ferðamanna hér á landi. Valið stóð um að allir helstu hagsmunaaðilar færu hver sína leið eða þeir sameinuðust um skilaboð og að ná sem bestri nýtingu fjármuna. Iðnaðarráðuneytið hvatti eindregið til þess að reynt yrði að ná samstöðu í greininni og Icelandair lét ekki sitt eftir liggja. Kallaðir voru til fjölmargir innlendir og erlendir ráðgjafar auk þess sem nýtt var sú sérfræðiþekking sem er innan fyrirtækjanna í ferðaþjónustunni til þess að ná sem bestum árangri – velja m.a. fjölmiðla og aðrar dreifileiðir með hliðsjón af markhópum. Af eðlilegum ástæðum hefur aðeins lítill hluti þessa kynningarefnis komið fyrir sjónir Íslendinga, en landsmenn tóku myndarlegan þátt í átakinu þann 3. júní sl. með sendingum til vina og vandamanna erlendis. Fram hefur komið að ferðamönnum til landsins fækkaði verulega í apríl og maí, en í júní hefur orðið umtalsverð breyting til batnaðar og fjöldinn er sambærilegur við það sem var á síðasta ári skv. tölum Ferðamálastofu. Það verður að teljast góður árangur miðað við það sem stefndi í á tímabili, þó það sé undir því sem vonast var til fyrir gosið. Gera má ráð fyrir að ferðamenn verði eitthvað færri í júlí og ágúst en á síðasta ári, en miðað við stöðuna núna og reynslu Icelandair af kynningarherferðum má búast við góðu hausti í ferðaþjónustunni. Við höfum m.a. bætt við flugáætlun okkar í október með hliðsjón af þróun mála og erum á árinu að auka flug okkar um 13% frá síðasta ári. Reynsla okkar sýnir ennfremur að stórar kynningarherferðir hafa áhrif í nokkra mánuði eftir að þeim lýkur og til lengri tíma styrkir herferðin ferðaþjónustuna án efa mjög mikið. Icelandair myndi styðja það að fylgja verkefninu eftir á haustdögum til að efla ferðamannastrauminn yfir vetrartímann. Það er í besta falli flókið og í versta falli alveg ómögulegt að leggja nákvæmt mat á árangur af kynningarherferð sem þessari, en ég hygg að þær 700 milljónir sem lagðar voru í verkið skili sér margfalt til baka, bæði til einstakra fyrirtækja sem lögðu í það fé og til þjóðarbúsins í heild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Icelandair, sem lagði um fimmtung, eða 125 milljónir króna, til markaðsátaksins Inspired by Iceland, telur þeim fjármunum hafa verið vel varið í ljósi reynslu undanfarinna mánaða. Icelandair telur að kynningarátak fyrir Ísland hafi vegna stöðunnar í apríl/maí í vor verið nauðsynlegt til þess að koma í veg fyrir hrun í ferðaþjónustunni, og að staðan nú sýni að nokkuð vel hafi til tekist. Rifja verður upp að áður en eldgosið í Eyjafjallajökli olli mestu truflunum í flugsamgöngum í heimssögunni var staða flugbókana til Íslands mjög góð og stefndi í metfjölda ferðamanna til landsins. Við gosið hættu ferðamenn að bóka Íslandsferðir og útlitið breyttist til hins verra. Tap þjóðarbúsins af þeim sökum stefndi í að nema tugum milljarða króna. Í þeirri stöðu var óverjandi, bæði fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu og hið opinbera, að aðhafast ekkert. Nauðsynlegt var að koma þeim skilaboðum til umheimsins að óhætt væri að koma til Íslands og að eldgosið ógnaði ekki öryggi ferðamanna hér á landi. Valið stóð um að allir helstu hagsmunaaðilar færu hver sína leið eða þeir sameinuðust um skilaboð og að ná sem bestri nýtingu fjármuna. Iðnaðarráðuneytið hvatti eindregið til þess að reynt yrði að ná samstöðu í greininni og Icelandair lét ekki sitt eftir liggja. Kallaðir voru til fjölmargir innlendir og erlendir ráðgjafar auk þess sem nýtt var sú sérfræðiþekking sem er innan fyrirtækjanna í ferðaþjónustunni til þess að ná sem bestum árangri – velja m.a. fjölmiðla og aðrar dreifileiðir með hliðsjón af markhópum. Af eðlilegum ástæðum hefur aðeins lítill hluti þessa kynningarefnis komið fyrir sjónir Íslendinga, en landsmenn tóku myndarlegan þátt í átakinu þann 3. júní sl. með sendingum til vina og vandamanna erlendis. Fram hefur komið að ferðamönnum til landsins fækkaði verulega í apríl og maí, en í júní hefur orðið umtalsverð breyting til batnaðar og fjöldinn er sambærilegur við það sem var á síðasta ári skv. tölum Ferðamálastofu. Það verður að teljast góður árangur miðað við það sem stefndi í á tímabili, þó það sé undir því sem vonast var til fyrir gosið. Gera má ráð fyrir að ferðamenn verði eitthvað færri í júlí og ágúst en á síðasta ári, en miðað við stöðuna núna og reynslu Icelandair af kynningarherferðum má búast við góðu hausti í ferðaþjónustunni. Við höfum m.a. bætt við flugáætlun okkar í október með hliðsjón af þróun mála og erum á árinu að auka flug okkar um 13% frá síðasta ári. Reynsla okkar sýnir ennfremur að stórar kynningarherferðir hafa áhrif í nokkra mánuði eftir að þeim lýkur og til lengri tíma styrkir herferðin ferðaþjónustuna án efa mjög mikið. Icelandair myndi styðja það að fylgja verkefninu eftir á haustdögum til að efla ferðamannastrauminn yfir vetrartímann. Það er í besta falli flókið og í versta falli alveg ómögulegt að leggja nákvæmt mat á árangur af kynningarherferð sem þessari, en ég hygg að þær 700 milljónir sem lagðar voru í verkið skili sér margfalt til baka, bæði til einstakra fyrirtækja sem lögðu í það fé og til þjóðarbúsins í heild.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun