Barnavernd og unglingar 9. júní 2010 06:00 Í ljósi þeirra breyttu þjóðfélagsaðstæðna sem við lifum við í dag í kjölfar efnahagshrunsins og í ljósi nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga finnst mér ástæða til að vekja athygli á aðstæðum ákveðins hóps ungra einstaklinga á Íslandi. Barnaverndaryfirvöld þurfa á hverjum tíma að hafa afskipti af ákveðnum hópi ungmenna sem eiga erfitt með að fóta sig í lífinu vegna afleiðinga vímuefnaneyslu og/eða ófullnægjandi uppeldisaðstæðna. Ákvæði barnaverndarlaga og lögræðislaga gera það að verkum að yfirvöldum er ekki skylt eftir 18 ára aldur að veita þeim sérstaka vernd eða stuðning. Einu úrræði barnaverndaryfirvalda samkvæmt barnaverndarlögum til áframhaldandi vistunar eða meðferðar er háð samþykki ungmennanna sjálfra og í reynd er mjög erfitt að bjóða fram áframhaldandi aðstoð til einstaklinga annarra en þeirra sem eru í virkri meðferð eða vistun þegar þau verða 18 ára. Það skiptir þá litlu hvort þau eru á götunni vegna neyslu eða slæmra fjölskylduaðstæðna. Hinn félagfræðilegi og sálfræðilegi þáttur löggjafarinnar virðist standa nokkuð höllum fæti og mætti til dæmi leggja meiri áherslu á afleiðingar vímuefnaneyslu á þroska unglinganna í stað lífaldurs við mat á hvenær ljúka skuli barnaverndarafskiptum, þar sem um flókið samspil vandamála er að ræða. Þessir einstaklingar þurfa margir hverjir meiri stuðning og hjálp en kerfið býður upp á í dag. Í flestum tilfellum eru þau ekki tilbúin vegna bakgrunn sins, til að takast á við hlutverk fullorðins einstaklings eins og lögin ætlast til af þeim. Á sama tíma er vandi sumra ungra vímuefnaneytenda í dag það alvarlegur og djúpstæður með tilkomu aukins HIV-smits, lifrarbólgu og aukinnar notkunar samskiptaforrita á Netinu, að þau úrræði sem standa til boða eru ekki lengur fullnægjandi. Úrræðin fyrir þennan hóp þurfa að vera mun fjölbreyttari en þau eru í dag auk þess sem í barnarverndarlögum væri hægt að sjá fyrir sér sérkafla sem fjallaði um úrræði fyrir unga vímuefnaneytendur sem náð hafa 18 ára aldri. Áhugavert er að líta til Bretlands hvað varðar áframhaldandi stuðning barnaverndaryfirvalda þar sem sett hefur verið inn í barnaverndarlöggjöf að barnaverndarstarfsmönnum sé skylt að fylgja eftir Þeim börnum sem þeir hafa haft afskipti af allt til 21 árs aldur. Í dag er aðeins boðið upp á tvö meðferðarúrræði sem kallast langtímameðferðir en eru þó í raun aðeins eitt ár. Skortur virðist einnig vera bæði á að fagaðilar standi að og vinni á meðferðarheimilunum hér á landi. Áhugavert væri að sjá samanburðarannsóknir á hvernig ungmennum vegnar sem fara í langtímameðferðir hér á landi annars vegar og á Norðurlöndum hins vegar þar sem langtímameðferðir eru tvö ár eða lengri. Þannig mætti skoða hvort það er meðferðarform sem við þyrftum að taka upp hér til að vernda og styðja unglingana okkar betur. Það virðist einnig vera fáar eða jafnvel engar rannsóknir hér á landi sem skoða hvernig Þeim börnum sem barnavernd hefur haft afskipti af reiði af almennt í lífinu. Af ofantöldu má sjá að sveitarfélögum er vandi á höndum við að uppfylla skyldur sínar samkvæmt barnaverndarlögunum þegar úrræðin eru bæði fá og lítil þekking er á hver hinn raunverulegi árangur er. Mikilvægt er þess vegna nú að nýjar sveitarstjórnir sem taka til starfa vandi til verka þegar kemur að þessum málaflokki og marki sér stefnu og framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum sem raunverulega hjálpar ungu fólki í vanda bæði fyrir og eftir 18 ára aldur. Á sama tíma verður að hvetja til framsýnnar hugsunar við þá endurskoðun á barnarverndarlögum sem nú stendur yfir á Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Sjá meira
Í ljósi þeirra breyttu þjóðfélagsaðstæðna sem við lifum við í dag í kjölfar efnahagshrunsins og í ljósi nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga finnst mér ástæða til að vekja athygli á aðstæðum ákveðins hóps ungra einstaklinga á Íslandi. Barnaverndaryfirvöld þurfa á hverjum tíma að hafa afskipti af ákveðnum hópi ungmenna sem eiga erfitt með að fóta sig í lífinu vegna afleiðinga vímuefnaneyslu og/eða ófullnægjandi uppeldisaðstæðna. Ákvæði barnaverndarlaga og lögræðislaga gera það að verkum að yfirvöldum er ekki skylt eftir 18 ára aldur að veita þeim sérstaka vernd eða stuðning. Einu úrræði barnaverndaryfirvalda samkvæmt barnaverndarlögum til áframhaldandi vistunar eða meðferðar er háð samþykki ungmennanna sjálfra og í reynd er mjög erfitt að bjóða fram áframhaldandi aðstoð til einstaklinga annarra en þeirra sem eru í virkri meðferð eða vistun þegar þau verða 18 ára. Það skiptir þá litlu hvort þau eru á götunni vegna neyslu eða slæmra fjölskylduaðstæðna. Hinn félagfræðilegi og sálfræðilegi þáttur löggjafarinnar virðist standa nokkuð höllum fæti og mætti til dæmi leggja meiri áherslu á afleiðingar vímuefnaneyslu á þroska unglinganna í stað lífaldurs við mat á hvenær ljúka skuli barnaverndarafskiptum, þar sem um flókið samspil vandamála er að ræða. Þessir einstaklingar þurfa margir hverjir meiri stuðning og hjálp en kerfið býður upp á í dag. Í flestum tilfellum eru þau ekki tilbúin vegna bakgrunn sins, til að takast á við hlutverk fullorðins einstaklings eins og lögin ætlast til af þeim. Á sama tíma er vandi sumra ungra vímuefnaneytenda í dag það alvarlegur og djúpstæður með tilkomu aukins HIV-smits, lifrarbólgu og aukinnar notkunar samskiptaforrita á Netinu, að þau úrræði sem standa til boða eru ekki lengur fullnægjandi. Úrræðin fyrir þennan hóp þurfa að vera mun fjölbreyttari en þau eru í dag auk þess sem í barnarverndarlögum væri hægt að sjá fyrir sér sérkafla sem fjallaði um úrræði fyrir unga vímuefnaneytendur sem náð hafa 18 ára aldri. Áhugavert er að líta til Bretlands hvað varðar áframhaldandi stuðning barnaverndaryfirvalda þar sem sett hefur verið inn í barnaverndarlöggjöf að barnaverndarstarfsmönnum sé skylt að fylgja eftir Þeim börnum sem þeir hafa haft afskipti af allt til 21 árs aldur. Í dag er aðeins boðið upp á tvö meðferðarúrræði sem kallast langtímameðferðir en eru þó í raun aðeins eitt ár. Skortur virðist einnig vera bæði á að fagaðilar standi að og vinni á meðferðarheimilunum hér á landi. Áhugavert væri að sjá samanburðarannsóknir á hvernig ungmennum vegnar sem fara í langtímameðferðir hér á landi annars vegar og á Norðurlöndum hins vegar þar sem langtímameðferðir eru tvö ár eða lengri. Þannig mætti skoða hvort það er meðferðarform sem við þyrftum að taka upp hér til að vernda og styðja unglingana okkar betur. Það virðist einnig vera fáar eða jafnvel engar rannsóknir hér á landi sem skoða hvernig Þeim börnum sem barnavernd hefur haft afskipti af reiði af almennt í lífinu. Af ofantöldu má sjá að sveitarfélögum er vandi á höndum við að uppfylla skyldur sínar samkvæmt barnaverndarlögunum þegar úrræðin eru bæði fá og lítil þekking er á hver hinn raunverulegi árangur er. Mikilvægt er þess vegna nú að nýjar sveitarstjórnir sem taka til starfa vandi til verka þegar kemur að þessum málaflokki og marki sér stefnu og framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum sem raunverulega hjálpar ungu fólki í vanda bæði fyrir og eftir 18 ára aldur. Á sama tíma verður að hvetja til framsýnnar hugsunar við þá endurskoðun á barnarverndarlögum sem nú stendur yfir á Alþingi.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun