Erlent

Ætluðu að myrða Múhameðs teiknara

Óli Tynes skrifar
Lars Vilks ásamt hundinum sínum, Múhameð.
Lars Vilks ásamt hundinum sínum, Múhameð.

Sjö múslimar hafa verið handteknir í Írska lýðveldinu sakaðir um að hafa ætlað að myrða sænska myndlistarmanninn Lars Vilks.

Ástæðan er sú að fyrir nokkrum árum teiknaði Vilks mynd af Múhameð spámanni í líki hunds. Það var þó ekki ein þeirra mynda sem danska blaðið Jyllandsposten birti.

Vilks hefur engu að síður búið í felum undanfarin ár enda lagði Al Kaida 150 þúsund dollara til höfuðs honum.

Um síðustu áramót reyndu múslimar að myrða danska listamanninn Kurt Westergaard, en hann átti eina teikninguna af spámanninum í Jyllandsposten.

Westergaard lokaði sig inni í öryggisherbergi og ýtti á öryggishnapp sem lá beint til lögreglunnar.

Danska lögreglan var fljót á vettvang og skaut einn árásarmanninn sem réðst að henni með öxi






Fleiri fréttir

Sjá meira


×