Erlent

Kemst á skrið í þessum mánuði

Rolf dieter-heuer
Rolf dieter-heuer
Öreindahraðall kjarneindarannsóknarstöðvarinnar CERN í Sviss verður kominn á fullt skrið síðar í þessum mánuði og búist er við mikilvægum vísindalegum nýjungum á árinu.

„Við munum opna dyrnar að nýrri eðlisfræði í lok þessa árs,“ sagði Rolf Dieter-Heuer, framkvæmdastjóri CERN, þegar hann ræddi við fréttamenn í gær.

Hraðallinn var fyrst settur af stað haustið 2008, en bilaði þá fljótlega.

Vonast er til að hann gefi vísindamönnum innsýn í fyrstu augnablik heimsins eftir Stóra hvell.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×