Erlent

Hélt að byssan væri Nintendo-fjarstýring

Fjarstýring fyrir Nintendo Wii leikjatölvu.
Fjarstýring fyrir Nintendo Wii leikjatölvu.
Þriggja ára gömul stúlka lést á sjúkrahúsi í Nashville í Bandaríkjunum í gær af skotsári sem hún hlaut á heimili sínu í fyrrakvöld. Móðir stúlkunnar fullyrðir að dóttir hennar hafi haldið að hlaðin skammbyssa væri fjarstýring fyrir Nintendo Wii leikjatölvu. Skot hljóp úr byssunni og hafnaði í maga stúlkunnar sem dró hana síðar til dauða.

Móðirin segist hafa verið í sama herbergi og dóttir hennar þegar atvikið átti sér stað. Lögregla hefur ekki útilokað að hún segi rangt frá og hafi sjálf skotið barnið.

Stjúpfaðir stúlkunnar skildi byssuna eftir á stofuborði eftir að hann heyrði í ótilgreindu dýri í garði við heimilið. Hann var sofandi þegar skotið hljóp úr byssunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×