Erlent

Facebook-forstjóri játar mistök

Mark Zuckerberg er ansi líbó náungi eins og sést á inniskónum.
Mark Zuckerberg er ansi líbó náungi eins og sést á inniskónum.

Hinn tuttugu og sex ára gamli Mark Zuckerberg, sem er forstjóri Facebook, skrifaði dálk í Washington Post á dögunum þar sem hann sagði að að uppsetningin á öryggismálum Facebook, sem snýr að notendum, hafi beinlínis verið of flókin.

Facebook hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir að hagnýta sér persónuupplýsingar um notendur í þágu fyrirtækja. Þess vegna taldi Mark að það væri tilvalið að auka á möguleikana fyrir notendur til þess að verja sig frá því að fólk komist í persónuupplýsingar þeirra. Aftur á móti hefur komið í ljós að möguleikarnir sem síðan býður upp á er of flókin fyrir notendur og því hyggst Facebook einfalda kerfið til muna.

„Okkar ætlun var einfaldlega sú að gefa notendum færi á fjölbreyttum stjórntækjum til þess að velja úr. Það virðist samt ekki vera það sem fólkið vildi," segi Mark sem boðar breytingarnar strax á næstu vikum.

Mark áréttar hinsvegar í greininni að Facebook gefur ekki auglýsendum persónuupplýsingar notenda sinna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×