Siðlausir útrásarvíkingar þjóðkirkjunnar Hjörtur Magni Jóhannsson skrifar 10. desember 2010 06:30 Við Íslendingar erum flestir sammála um að helstu auðlindir okkar eigi að vera í þjóðareign. Ein mikilvægasta auðlind þjóðarinnar er hin sameiginlegi trúar og menningararfur sem hefur mótað sjálfsmynd, samkennd og þjóðarvitund okkar. En nú virðist vera sem búið sé, allt í senn, að meta trúararf okkar til fjár, einkavæða hann og græðgisvæða.Milljarða auðlindir Ég er að tala hér um kirkjujarða-eignirnar sem mynduðust í þá daga þegar kaþólska kirkjustofnunin drottnaði hér á landi allt frá kristnitöku til um 1550. Kirkjustofnunin kaþólska sölsaði þá undir sig eignir landsmanna oft með kúgun, ofbeldi og óhugnanlegum stofnunarþunga. Landsmenn áttu ekkert val, hér ríkti trúar nauðung, enginn komst undan. Í Evrópu var ranglætið svo yfirgengilegt að siðbótarmenn eins og Marteinn Lúter risu upp, mótmæltu og breyttu siðnum. Eftir siðbreytingu hér á landi allt fram á nýliðna öld var það því framandi hugsun að einhver kirkjustofnun eða trúfélag ætti þessar eignir. Með siðlausum samningi sem gerður var fyrir aðeins þrettán árum var hinsvegar gengið svo frá að þjóðkirkjustofnunin fengi allar þessar kirkjusögulegu auðlindir allra landsmanna. Samningurinn grundvallaðist á kaþólskum kirkjuskilningi þar sem „kirkjan" er skilgreind sem stofnun og „arfur kristninnar" er skilgreindur sem eign stofnunarinnar. Þessi kirkjuskilningur er nokkuð sem lútersk kirkja var einmitt stofnuð til að berjast gegn og vara við! Þetta er í andstöðu við þá lútersku trú sem Stjórnarskrá Íslands heitir vernd og stuðningi. Hér erum við færð nokkrar aldir aftur í tíma, aftur fyrir siðbreytingu. Þessi siðlausi samningur setur allt tal um trúfélagafrelsi á svið fáránleikans. Nú, þegar hin almenna kirkja á Íslandi vill aðskilnað ríkis og þjóðkirkjustofnunarinnar, eru sumir talsmenn stofnunarinnar farnir að tala æ meir eins og siðlausu útrásarvíkingarnir gerðu fyrir hrun. Þeir segja „jú endilega að greina á milli ríkis og kirkju, en vitið þið bara, að við höldum einir hinum kirkjusögulega arfi og milljörðunum öllum um ókomin ár". Þeir telja sig eina vera hina sönnu kirkju en ekki fólkið í landinu eins og Lúter gamli hélt fram.Þingvellir og Garðabær í eignasafni Sr. Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju og kirkjuþingsmaður er einn af þeim starfsmönnum þjóðkirkjunnar sem skrifar reglulega pistla hér í Fréttablaðið. Hann skrifaði grein þann 16. nóvember sl. þar sem hann varar alvarlega við aðskilnaði ríkis og þjóðkirkju. Af hans orðum má ráða vissa hótun um að ef skilið yrði á milli íslenska ríkisins sem jú stendur fyrir íslenska þjóð annarsvegar og hinsvegar þjóðkirkjustofnunarinnar, þá myndi prestur og hans kirkjustofnun taka helstu dýrmæti Íslands og gera ríkissjóð gjaldþrota. Hann skrifar; „Skilja strax? Ja, þá verður ríkið jafnvel dæmt til að skila öllu eignasafninu, sem í eru nokkur helstu dýrmæti Íslands, t.d. Þingvellir, allt land Garðabæjar (land Garðakirkju), Borgarnes (land Borgar). Ríkissjóður Íslands hefur jafnvel ekki burði til að skila eða bæta. Þjóðkirkjan óskar, að ríkið skipti sér sem minnst af málum hennar." Þetta minnir óneitanlega á hrokafullt tal forstöðumanna bankanna og útrásarvíkinga fyrir hrun, - en nú bara í skjóli kirkju og Krists. Hver þeirra skyldi ætla að eigna sér Þingvelli? Hver þeirra ætlar sér allan Garðabæ? Jarðirnar er nú ekki hægt að flytja til Cayman eða Tortilla eyja en arfinn og arðinn er eflaust hægt að flytja út. Hvaða þjóðkirkjuprestur eða starfsmaður biskupsstofu skyldi nú vera að taka út kirkjusögulegan arf minna formæðra og forfeðra - eða þeirra ca. 65.000 Íslendinga sem kjósa að vera utan þjóðkirkjunnar? Við eigum rétt á að fá að vita. Stofnunin hlýtur að hafa skrá yfir þessa hluti.Kirkja misnotuð Hvaða „kirkju" á kirkjuþingsmaðurinn við þegar hann fullyrðir „Þjóðkirkjan óskar, að ríkið skipti sér sem minnst af málum hennar"? Kirkjuhugtakið er nefnilega notað á tvo vegu á kirkjuþingi. Annarsvegar þegar stofnunin er að afla fjár frá ríki og þjóð. Þá er hugtakið „kirkja" látið merkja alla þjóðina í aldanna rás. En þegar kemur að ráðstöfun fjárins og stefnumótun þá hentar betur þrönga skilgreiningin, þá stendur hugtakið „kirkja" í raun fyrir þröngan hóp starfsmanna stofnunarinnar. Líklegast vill kirkjuþingsmaðurinn að ríkið og þjóðin skipti sér ekki af því hvernig hann og hans félagar á kirkjuþingi fara með sameiginlegan trúararf okkar allra hinna. Allt þetta knýr frekar á um að sá siðlausi samningur milli ríkis og þjóðkirkjustofnunarinnar sem gerður var fyrir aðeins þrettán árum, verði rækilega endurskoðaður. Þjóðin má ekki leyfa neinum að ræna hinum kirkjusögulega arfi hennar. Íslendingar, stöndum vörð um okkar sameiginlegu auðlindir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum flestir sammála um að helstu auðlindir okkar eigi að vera í þjóðareign. Ein mikilvægasta auðlind þjóðarinnar er hin sameiginlegi trúar og menningararfur sem hefur mótað sjálfsmynd, samkennd og þjóðarvitund okkar. En nú virðist vera sem búið sé, allt í senn, að meta trúararf okkar til fjár, einkavæða hann og græðgisvæða.Milljarða auðlindir Ég er að tala hér um kirkjujarða-eignirnar sem mynduðust í þá daga þegar kaþólska kirkjustofnunin drottnaði hér á landi allt frá kristnitöku til um 1550. Kirkjustofnunin kaþólska sölsaði þá undir sig eignir landsmanna oft með kúgun, ofbeldi og óhugnanlegum stofnunarþunga. Landsmenn áttu ekkert val, hér ríkti trúar nauðung, enginn komst undan. Í Evrópu var ranglætið svo yfirgengilegt að siðbótarmenn eins og Marteinn Lúter risu upp, mótmæltu og breyttu siðnum. Eftir siðbreytingu hér á landi allt fram á nýliðna öld var það því framandi hugsun að einhver kirkjustofnun eða trúfélag ætti þessar eignir. Með siðlausum samningi sem gerður var fyrir aðeins þrettán árum var hinsvegar gengið svo frá að þjóðkirkjustofnunin fengi allar þessar kirkjusögulegu auðlindir allra landsmanna. Samningurinn grundvallaðist á kaþólskum kirkjuskilningi þar sem „kirkjan" er skilgreind sem stofnun og „arfur kristninnar" er skilgreindur sem eign stofnunarinnar. Þessi kirkjuskilningur er nokkuð sem lútersk kirkja var einmitt stofnuð til að berjast gegn og vara við! Þetta er í andstöðu við þá lútersku trú sem Stjórnarskrá Íslands heitir vernd og stuðningi. Hér erum við færð nokkrar aldir aftur í tíma, aftur fyrir siðbreytingu. Þessi siðlausi samningur setur allt tal um trúfélagafrelsi á svið fáránleikans. Nú, þegar hin almenna kirkja á Íslandi vill aðskilnað ríkis og þjóðkirkjustofnunarinnar, eru sumir talsmenn stofnunarinnar farnir að tala æ meir eins og siðlausu útrásarvíkingarnir gerðu fyrir hrun. Þeir segja „jú endilega að greina á milli ríkis og kirkju, en vitið þið bara, að við höldum einir hinum kirkjusögulega arfi og milljörðunum öllum um ókomin ár". Þeir telja sig eina vera hina sönnu kirkju en ekki fólkið í landinu eins og Lúter gamli hélt fram.Þingvellir og Garðabær í eignasafni Sr. Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju og kirkjuþingsmaður er einn af þeim starfsmönnum þjóðkirkjunnar sem skrifar reglulega pistla hér í Fréttablaðið. Hann skrifaði grein þann 16. nóvember sl. þar sem hann varar alvarlega við aðskilnaði ríkis og þjóðkirkju. Af hans orðum má ráða vissa hótun um að ef skilið yrði á milli íslenska ríkisins sem jú stendur fyrir íslenska þjóð annarsvegar og hinsvegar þjóðkirkjustofnunarinnar, þá myndi prestur og hans kirkjustofnun taka helstu dýrmæti Íslands og gera ríkissjóð gjaldþrota. Hann skrifar; „Skilja strax? Ja, þá verður ríkið jafnvel dæmt til að skila öllu eignasafninu, sem í eru nokkur helstu dýrmæti Íslands, t.d. Þingvellir, allt land Garðabæjar (land Garðakirkju), Borgarnes (land Borgar). Ríkissjóður Íslands hefur jafnvel ekki burði til að skila eða bæta. Þjóðkirkjan óskar, að ríkið skipti sér sem minnst af málum hennar." Þetta minnir óneitanlega á hrokafullt tal forstöðumanna bankanna og útrásarvíkinga fyrir hrun, - en nú bara í skjóli kirkju og Krists. Hver þeirra skyldi ætla að eigna sér Þingvelli? Hver þeirra ætlar sér allan Garðabæ? Jarðirnar er nú ekki hægt að flytja til Cayman eða Tortilla eyja en arfinn og arðinn er eflaust hægt að flytja út. Hvaða þjóðkirkjuprestur eða starfsmaður biskupsstofu skyldi nú vera að taka út kirkjusögulegan arf minna formæðra og forfeðra - eða þeirra ca. 65.000 Íslendinga sem kjósa að vera utan þjóðkirkjunnar? Við eigum rétt á að fá að vita. Stofnunin hlýtur að hafa skrá yfir þessa hluti.Kirkja misnotuð Hvaða „kirkju" á kirkjuþingsmaðurinn við þegar hann fullyrðir „Þjóðkirkjan óskar, að ríkið skipti sér sem minnst af málum hennar"? Kirkjuhugtakið er nefnilega notað á tvo vegu á kirkjuþingi. Annarsvegar þegar stofnunin er að afla fjár frá ríki og þjóð. Þá er hugtakið „kirkja" látið merkja alla þjóðina í aldanna rás. En þegar kemur að ráðstöfun fjárins og stefnumótun þá hentar betur þrönga skilgreiningin, þá stendur hugtakið „kirkja" í raun fyrir þröngan hóp starfsmanna stofnunarinnar. Líklegast vill kirkjuþingsmaðurinn að ríkið og þjóðin skipti sér ekki af því hvernig hann og hans félagar á kirkjuþingi fara með sameiginlegan trúararf okkar allra hinna. Allt þetta knýr frekar á um að sá siðlausi samningur milli ríkis og þjóðkirkjustofnunarinnar sem gerður var fyrir aðeins þrettán árum, verði rækilega endurskoðaður. Þjóðin má ekki leyfa neinum að ræna hinum kirkjusögulega arfi hennar. Íslendingar, stöndum vörð um okkar sameiginlegu auðlindir.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun