Erlent

Aflýsa flugi til að forðast sektir

Óli Tynes skrifar
American Airlines flugvél.
American Airlines flugvél.

Bandarísk flugfélög búast við að aflýsa mörgum flugferðum í framtíðinni til þess að sleppa við himinháar sektir sem þau geta fengið vegna seinkana.

Samkvæmt nýjum reglum sem taka gildi í næsta mánuði er hægt að sekta flugfélög um allt að 3,5 milljónir króna fyrir hvern farþega, ef vélin kemst ekki á loft innan þriggja klukkustunda eftir að farþegarnir ganga um borð.

Ef miðað er við Boeing 757 eins og þær sem Icelandair notar gæti sektin orðið samtals um 640 milljónir króna.

Nokkur flugfélög hafa þegar sagt að þau muni frekar aflýsa flugferðum en eiga á hættu að fá slíkar sektir. Meðal þeirra eru American Airlines og Continental.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×