Erlent

Jarðskjálftinn færði til borgir

Óli Tynes skrifar
Frá Conception eftir jarðskjálftann.
Frá Conception eftir jarðskjálftann. Mynd/AP

Jarðskjálftinn í Chile á dögunum var svo öflugur að hann færði borgina Conception þrjá metra í vesturátt. Hann færði einnig höfuðborgina Santiago um 27 sentimetra í vestsuðvestur.

Vísindamenn komust að þessu þegar þeir báru saman gervihnattamælingar sem gerðar voru fyrir og eftir skjálftann sem mældist 8,8 stig á Richter kvarða.

Bandaríska geimferðastofnunin NASA segir að skjálftinn hafi einnig fært möndul jarðar til um eina tíu sentimetra. Það varð til þess að dagurinn er nú sekúndubroti lengri en áður.

Vísindamenn segja að líklega sé ekkert nýtt í að þetta gerist í öflugum jarðskjálftum. Nú hafi þeir hinsvegar loks nógu fullkomin mælitæki til þess að greina það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×