Erlent

Jihad Jane ætlaði að myrða sænskan ríkisborgara

Frá Stokkhólmi.
Frá Stokkhólmi.
Yfirvöld í Bandaríkjunum ákærðu í gær bandaríska konu sem gengur undir nafninu Jihad Jane fyrir að skipuleggja hryðjuverkaárásir í Evrópu og Suður-Asíu. Hún er auk þess sökuð um að hafa ætlað að myrða sænskan ríkisborgara.

Ekki er vitað hvort að málið tengist sænska myndlistarmanninum Lars Vilks en sjö múslimar voru fyrr í vikunni handteknir grunaðir um að ætla að myrða hann. Ástæðan er sú að fyrir nokkrum árum teiknaði Vilks mynd af Múhameð spámanni í líki hunds. Það var þó ekki ein þeirra mynda sem danska blaðið Jyllandsposten birti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×