Flutningur málefna fatlaðra til sveitarfélaga Guðný Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2010 00:01 Fyrirhugað er að flytja þjónustu við fatlað fólk og lagalegar skyldur svæðisskrifstofa málefna fatlaðra til sveitarfélaga hinn 1. janúar 2011. Í haust héldu Félags- og tryggingamálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Öryrkjabandalag Íslands, Þroskahjálp, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands málþing um: „Málefni fatlaðs fólks á tímamótum – horft til framtíðar“. Í ræðum frummælenda kom endurtekið fram, að nú væri tækifæri til að koma á nýrri hugmyndafræði í málefnum fatlaðs fólks, tryggja samráð við notendur, hagsmunasamtök, fræðasamfélagið, tryggja samstarf fagfólks, sviða og stofnana og að tryggja þyrfti nauðsynlega þekkingu og fræðslu. Samkvæmt heimasíðu undirbúnings flutningsins kemur fram að markmið tilfærslu þjónustu við fatlaða sé m.a. að: „Bæta þjónustu og auka möguleika til að laga hana að þörfum notenda með hliðsjón af ólíkum aðstæðum“. Í drögum að leiðarljósi Reykjavíkurborgar um þjónustu við fatlað fólk kemur fram að framtíðarsýn borgarinnar byggi á samningi Sameinuðu þjóðanna með réttindi fatlaðs fólks að leiðarljósi. Þar kemur einnig fram að margbreytilegum þörfum borgarbúa verði mætt með sveigjanlegri og einstaklingsmiðaðri þjónustu sem veitt verði af virðingu og fagmennsku. Gæði þjónustu sveitarfélagaHin síðustu ár hefur verið lögð áhersla á mikilvægi fjölskyldunnar í lífi fatlaðra barna og uppbyggingu færni, þekkingar og stuðnings við hana til að geta sinnt þörfum þess sem best. Nauðsynlegt er á sama hátt að tryggja gæði þjónustu fyrir fatlaða einstaklinga með fjölþætta skerðingu, börn, ungmenni og fullorðna sem treysta á umsjá og þjónustu sem veitt er af hinu opinbera. Gæði aðstoðar og umönnunar hafa óhjákvæmilega áhrif á lífsgæði og jafnvel á framvindu og alvarleika fötlunar viðkomandi einstaklings. Aðilar og stofnanir sem sinna þjónustu fyrir þessa einstaklinga gegna þýðingarmiklu hlutverki í lífi fólks með fjölþætta skerðingu. Það er því mikilvægt að veita starfsfólki, sem sinnir formlegri umönnun og aðstoð, ráðgjöf, þjálfun og stuðning og tryggja þannig að sú þekking og færni sem einstaklingurinn nýtur í foreldrahúsum verði áfram til staðar, þó hann komist á fullorðinsár. Þannig er hægt að auðvelda aðstoð og umönnun, auka velferð og lífsgæði einstaklingsins og möguleika á samfélagslegri þátttöku. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin bendir á að náið samhengi sé milli heilsu og færni. Hjá einstaklingum með fjölþætta skerðingu, eins og t.d. tiltekin form heilalömunar (CP), er aukin hætta á aflögunum í stoðkerfi, skerðingu í liðferlum, hryggskekkju og mjaðmaliðhlaupi, sem síðan hafa í för með sér vandamál við að liggja, sitja, standa og ganga og hafa áhrif á svefn og hvíld. Þetta getur valdið verkjum, brota- og sárahættu ásamt vandamálum við aðstoð og umönnun. Þetta hefur að sjálfsögðu einnig áhrif á möguleikann til samskipta, athafna og til samfélagslegrar þátttöku. Rannsóknir sýna að þessi vandamál fara vaxandi með aldri. Þessir einstaklingar hafa flóknar þarfir bæði hvað varðar heilbrigðisþjónustu og félagsleg úrræði, sem krefjast samþættingar margra stofnana og samvinnu allra sem að þjónustunni koma. Margt af framansögðu á einnig við um fötlun af völdum annarra orsaka eins og t.d. vegna vöðva- og taugahrörnunarsjúkdóma, MS, heilaskaða o.fl. Heilsustefna stjórnvaldaÍ heilsustefnu íslenska heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að öflugt samfélag byggir á góðu heilsufari og góðri líðan þeirra sem það byggja. Þar er einnig hnykkt á mikilvægi forvarna og þess að stefnan nái til allra landsmanna, bæði einstaklinga og hópa (Heilbrigðisráðuneytið 2008). Í stefnu félagsmálaráðuneytisins: „Mótum framtíð. Þjónusta við fötluð börn og fullorðna 2007-2016“ er tekið fram að huga þurfi sérstaklega að forvörnum og heilsueflingu í allri þjónustu við fatlað fólk (Félagsmálaráðuneytið, 2006). Í skýrslu Félagsmálaráðuneytisins frá 2006 kemur fram krafa um að þjónusta við fötluð börn og fullorðna fullnægi skilyrðum gæðastarfs í hvívetna líkt og best gerist annars staðar og að árið 2012 verði að minnsta kosti 50% starfsmanna í málaflokknum með einhvers konar fagmenntun, sem varðar viðfangsefni hans. Ég vona að þeir sem nú taka við umsjá þjónustu við fatlað fólk standi við markmið um uppbyggingu á gæðaþjónustu. Nauðsynlegt er að huga að mikilvægi færni, heilsu og forvarna í markmiðum um sjálfstætt líf og samfélagslega þátttöku. Því er nauðsynlegt er að tryggja grunn- og símenntun þess starfsfólks sem ræðst í störf með fötluðu fólki til aðstoðar í daglegu lífi. Markviss uppbygging þekkingar og færni stuðlar auk þess að betri nýtingu fjármuna, auðveldar störf þeirra sem vinna við aðstoð til fatlaðs fólks og minnkar kostnað til lengri tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Fyrirhugað er að flytja þjónustu við fatlað fólk og lagalegar skyldur svæðisskrifstofa málefna fatlaðra til sveitarfélaga hinn 1. janúar 2011. Í haust héldu Félags- og tryggingamálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Öryrkjabandalag Íslands, Þroskahjálp, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands málþing um: „Málefni fatlaðs fólks á tímamótum – horft til framtíðar“. Í ræðum frummælenda kom endurtekið fram, að nú væri tækifæri til að koma á nýrri hugmyndafræði í málefnum fatlaðs fólks, tryggja samráð við notendur, hagsmunasamtök, fræðasamfélagið, tryggja samstarf fagfólks, sviða og stofnana og að tryggja þyrfti nauðsynlega þekkingu og fræðslu. Samkvæmt heimasíðu undirbúnings flutningsins kemur fram að markmið tilfærslu þjónustu við fatlaða sé m.a. að: „Bæta þjónustu og auka möguleika til að laga hana að þörfum notenda með hliðsjón af ólíkum aðstæðum“. Í drögum að leiðarljósi Reykjavíkurborgar um þjónustu við fatlað fólk kemur fram að framtíðarsýn borgarinnar byggi á samningi Sameinuðu þjóðanna með réttindi fatlaðs fólks að leiðarljósi. Þar kemur einnig fram að margbreytilegum þörfum borgarbúa verði mætt með sveigjanlegri og einstaklingsmiðaðri þjónustu sem veitt verði af virðingu og fagmennsku. Gæði þjónustu sveitarfélagaHin síðustu ár hefur verið lögð áhersla á mikilvægi fjölskyldunnar í lífi fatlaðra barna og uppbyggingu færni, þekkingar og stuðnings við hana til að geta sinnt þörfum þess sem best. Nauðsynlegt er á sama hátt að tryggja gæði þjónustu fyrir fatlaða einstaklinga með fjölþætta skerðingu, börn, ungmenni og fullorðna sem treysta á umsjá og þjónustu sem veitt er af hinu opinbera. Gæði aðstoðar og umönnunar hafa óhjákvæmilega áhrif á lífsgæði og jafnvel á framvindu og alvarleika fötlunar viðkomandi einstaklings. Aðilar og stofnanir sem sinna þjónustu fyrir þessa einstaklinga gegna þýðingarmiklu hlutverki í lífi fólks með fjölþætta skerðingu. Það er því mikilvægt að veita starfsfólki, sem sinnir formlegri umönnun og aðstoð, ráðgjöf, þjálfun og stuðning og tryggja þannig að sú þekking og færni sem einstaklingurinn nýtur í foreldrahúsum verði áfram til staðar, þó hann komist á fullorðinsár. Þannig er hægt að auðvelda aðstoð og umönnun, auka velferð og lífsgæði einstaklingsins og möguleika á samfélagslegri þátttöku. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin bendir á að náið samhengi sé milli heilsu og færni. Hjá einstaklingum með fjölþætta skerðingu, eins og t.d. tiltekin form heilalömunar (CP), er aukin hætta á aflögunum í stoðkerfi, skerðingu í liðferlum, hryggskekkju og mjaðmaliðhlaupi, sem síðan hafa í för með sér vandamál við að liggja, sitja, standa og ganga og hafa áhrif á svefn og hvíld. Þetta getur valdið verkjum, brota- og sárahættu ásamt vandamálum við aðstoð og umönnun. Þetta hefur að sjálfsögðu einnig áhrif á möguleikann til samskipta, athafna og til samfélagslegrar þátttöku. Rannsóknir sýna að þessi vandamál fara vaxandi með aldri. Þessir einstaklingar hafa flóknar þarfir bæði hvað varðar heilbrigðisþjónustu og félagsleg úrræði, sem krefjast samþættingar margra stofnana og samvinnu allra sem að þjónustunni koma. Margt af framansögðu á einnig við um fötlun af völdum annarra orsaka eins og t.d. vegna vöðva- og taugahrörnunarsjúkdóma, MS, heilaskaða o.fl. Heilsustefna stjórnvaldaÍ heilsustefnu íslenska heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að öflugt samfélag byggir á góðu heilsufari og góðri líðan þeirra sem það byggja. Þar er einnig hnykkt á mikilvægi forvarna og þess að stefnan nái til allra landsmanna, bæði einstaklinga og hópa (Heilbrigðisráðuneytið 2008). Í stefnu félagsmálaráðuneytisins: „Mótum framtíð. Þjónusta við fötluð börn og fullorðna 2007-2016“ er tekið fram að huga þurfi sérstaklega að forvörnum og heilsueflingu í allri þjónustu við fatlað fólk (Félagsmálaráðuneytið, 2006). Í skýrslu Félagsmálaráðuneytisins frá 2006 kemur fram krafa um að þjónusta við fötluð börn og fullorðna fullnægi skilyrðum gæðastarfs í hvívetna líkt og best gerist annars staðar og að árið 2012 verði að minnsta kosti 50% starfsmanna í málaflokknum með einhvers konar fagmenntun, sem varðar viðfangsefni hans. Ég vona að þeir sem nú taka við umsjá þjónustu við fatlað fólk standi við markmið um uppbyggingu á gæðaþjónustu. Nauðsynlegt er að huga að mikilvægi færni, heilsu og forvarna í markmiðum um sjálfstætt líf og samfélagslega þátttöku. Því er nauðsynlegt er að tryggja grunn- og símenntun þess starfsfólks sem ræðst í störf með fötluðu fólki til aðstoðar í daglegu lífi. Markviss uppbygging þekkingar og færni stuðlar auk þess að betri nýtingu fjármuna, auðveldar störf þeirra sem vinna við aðstoð til fatlaðs fólks og minnkar kostnað til lengri tíma.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun