Flutningur málefna fatlaðra til sveitarfélaga Guðný Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2010 00:01 Fyrirhugað er að flytja þjónustu við fatlað fólk og lagalegar skyldur svæðisskrifstofa málefna fatlaðra til sveitarfélaga hinn 1. janúar 2011. Í haust héldu Félags- og tryggingamálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Öryrkjabandalag Íslands, Þroskahjálp, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands málþing um: „Málefni fatlaðs fólks á tímamótum – horft til framtíðar“. Í ræðum frummælenda kom endurtekið fram, að nú væri tækifæri til að koma á nýrri hugmyndafræði í málefnum fatlaðs fólks, tryggja samráð við notendur, hagsmunasamtök, fræðasamfélagið, tryggja samstarf fagfólks, sviða og stofnana og að tryggja þyrfti nauðsynlega þekkingu og fræðslu. Samkvæmt heimasíðu undirbúnings flutningsins kemur fram að markmið tilfærslu þjónustu við fatlaða sé m.a. að: „Bæta þjónustu og auka möguleika til að laga hana að þörfum notenda með hliðsjón af ólíkum aðstæðum“. Í drögum að leiðarljósi Reykjavíkurborgar um þjónustu við fatlað fólk kemur fram að framtíðarsýn borgarinnar byggi á samningi Sameinuðu þjóðanna með réttindi fatlaðs fólks að leiðarljósi. Þar kemur einnig fram að margbreytilegum þörfum borgarbúa verði mætt með sveigjanlegri og einstaklingsmiðaðri þjónustu sem veitt verði af virðingu og fagmennsku. Gæði þjónustu sveitarfélagaHin síðustu ár hefur verið lögð áhersla á mikilvægi fjölskyldunnar í lífi fatlaðra barna og uppbyggingu færni, þekkingar og stuðnings við hana til að geta sinnt þörfum þess sem best. Nauðsynlegt er á sama hátt að tryggja gæði þjónustu fyrir fatlaða einstaklinga með fjölþætta skerðingu, börn, ungmenni og fullorðna sem treysta á umsjá og þjónustu sem veitt er af hinu opinbera. Gæði aðstoðar og umönnunar hafa óhjákvæmilega áhrif á lífsgæði og jafnvel á framvindu og alvarleika fötlunar viðkomandi einstaklings. Aðilar og stofnanir sem sinna þjónustu fyrir þessa einstaklinga gegna þýðingarmiklu hlutverki í lífi fólks með fjölþætta skerðingu. Það er því mikilvægt að veita starfsfólki, sem sinnir formlegri umönnun og aðstoð, ráðgjöf, þjálfun og stuðning og tryggja þannig að sú þekking og færni sem einstaklingurinn nýtur í foreldrahúsum verði áfram til staðar, þó hann komist á fullorðinsár. Þannig er hægt að auðvelda aðstoð og umönnun, auka velferð og lífsgæði einstaklingsins og möguleika á samfélagslegri þátttöku. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin bendir á að náið samhengi sé milli heilsu og færni. Hjá einstaklingum með fjölþætta skerðingu, eins og t.d. tiltekin form heilalömunar (CP), er aukin hætta á aflögunum í stoðkerfi, skerðingu í liðferlum, hryggskekkju og mjaðmaliðhlaupi, sem síðan hafa í för með sér vandamál við að liggja, sitja, standa og ganga og hafa áhrif á svefn og hvíld. Þetta getur valdið verkjum, brota- og sárahættu ásamt vandamálum við aðstoð og umönnun. Þetta hefur að sjálfsögðu einnig áhrif á möguleikann til samskipta, athafna og til samfélagslegrar þátttöku. Rannsóknir sýna að þessi vandamál fara vaxandi með aldri. Þessir einstaklingar hafa flóknar þarfir bæði hvað varðar heilbrigðisþjónustu og félagsleg úrræði, sem krefjast samþættingar margra stofnana og samvinnu allra sem að þjónustunni koma. Margt af framansögðu á einnig við um fötlun af völdum annarra orsaka eins og t.d. vegna vöðva- og taugahrörnunarsjúkdóma, MS, heilaskaða o.fl. Heilsustefna stjórnvaldaÍ heilsustefnu íslenska heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að öflugt samfélag byggir á góðu heilsufari og góðri líðan þeirra sem það byggja. Þar er einnig hnykkt á mikilvægi forvarna og þess að stefnan nái til allra landsmanna, bæði einstaklinga og hópa (Heilbrigðisráðuneytið 2008). Í stefnu félagsmálaráðuneytisins: „Mótum framtíð. Þjónusta við fötluð börn og fullorðna 2007-2016“ er tekið fram að huga þurfi sérstaklega að forvörnum og heilsueflingu í allri þjónustu við fatlað fólk (Félagsmálaráðuneytið, 2006). Í skýrslu Félagsmálaráðuneytisins frá 2006 kemur fram krafa um að þjónusta við fötluð börn og fullorðna fullnægi skilyrðum gæðastarfs í hvívetna líkt og best gerist annars staðar og að árið 2012 verði að minnsta kosti 50% starfsmanna í málaflokknum með einhvers konar fagmenntun, sem varðar viðfangsefni hans. Ég vona að þeir sem nú taka við umsjá þjónustu við fatlað fólk standi við markmið um uppbyggingu á gæðaþjónustu. Nauðsynlegt er að huga að mikilvægi færni, heilsu og forvarna í markmiðum um sjálfstætt líf og samfélagslega þátttöku. Því er nauðsynlegt er að tryggja grunn- og símenntun þess starfsfólks sem ræðst í störf með fötluðu fólki til aðstoðar í daglegu lífi. Markviss uppbygging þekkingar og færni stuðlar auk þess að betri nýtingu fjármuna, auðveldar störf þeirra sem vinna við aðstoð til fatlaðs fólks og minnkar kostnað til lengri tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Fyrirhugað er að flytja þjónustu við fatlað fólk og lagalegar skyldur svæðisskrifstofa málefna fatlaðra til sveitarfélaga hinn 1. janúar 2011. Í haust héldu Félags- og tryggingamálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Öryrkjabandalag Íslands, Þroskahjálp, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands málþing um: „Málefni fatlaðs fólks á tímamótum – horft til framtíðar“. Í ræðum frummælenda kom endurtekið fram, að nú væri tækifæri til að koma á nýrri hugmyndafræði í málefnum fatlaðs fólks, tryggja samráð við notendur, hagsmunasamtök, fræðasamfélagið, tryggja samstarf fagfólks, sviða og stofnana og að tryggja þyrfti nauðsynlega þekkingu og fræðslu. Samkvæmt heimasíðu undirbúnings flutningsins kemur fram að markmið tilfærslu þjónustu við fatlaða sé m.a. að: „Bæta þjónustu og auka möguleika til að laga hana að þörfum notenda með hliðsjón af ólíkum aðstæðum“. Í drögum að leiðarljósi Reykjavíkurborgar um þjónustu við fatlað fólk kemur fram að framtíðarsýn borgarinnar byggi á samningi Sameinuðu þjóðanna með réttindi fatlaðs fólks að leiðarljósi. Þar kemur einnig fram að margbreytilegum þörfum borgarbúa verði mætt með sveigjanlegri og einstaklingsmiðaðri þjónustu sem veitt verði af virðingu og fagmennsku. Gæði þjónustu sveitarfélagaHin síðustu ár hefur verið lögð áhersla á mikilvægi fjölskyldunnar í lífi fatlaðra barna og uppbyggingu færni, þekkingar og stuðnings við hana til að geta sinnt þörfum þess sem best. Nauðsynlegt er á sama hátt að tryggja gæði þjónustu fyrir fatlaða einstaklinga með fjölþætta skerðingu, börn, ungmenni og fullorðna sem treysta á umsjá og þjónustu sem veitt er af hinu opinbera. Gæði aðstoðar og umönnunar hafa óhjákvæmilega áhrif á lífsgæði og jafnvel á framvindu og alvarleika fötlunar viðkomandi einstaklings. Aðilar og stofnanir sem sinna þjónustu fyrir þessa einstaklinga gegna þýðingarmiklu hlutverki í lífi fólks með fjölþætta skerðingu. Það er því mikilvægt að veita starfsfólki, sem sinnir formlegri umönnun og aðstoð, ráðgjöf, þjálfun og stuðning og tryggja þannig að sú þekking og færni sem einstaklingurinn nýtur í foreldrahúsum verði áfram til staðar, þó hann komist á fullorðinsár. Þannig er hægt að auðvelda aðstoð og umönnun, auka velferð og lífsgæði einstaklingsins og möguleika á samfélagslegri þátttöku. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin bendir á að náið samhengi sé milli heilsu og færni. Hjá einstaklingum með fjölþætta skerðingu, eins og t.d. tiltekin form heilalömunar (CP), er aukin hætta á aflögunum í stoðkerfi, skerðingu í liðferlum, hryggskekkju og mjaðmaliðhlaupi, sem síðan hafa í för með sér vandamál við að liggja, sitja, standa og ganga og hafa áhrif á svefn og hvíld. Þetta getur valdið verkjum, brota- og sárahættu ásamt vandamálum við aðstoð og umönnun. Þetta hefur að sjálfsögðu einnig áhrif á möguleikann til samskipta, athafna og til samfélagslegrar þátttöku. Rannsóknir sýna að þessi vandamál fara vaxandi með aldri. Þessir einstaklingar hafa flóknar þarfir bæði hvað varðar heilbrigðisþjónustu og félagsleg úrræði, sem krefjast samþættingar margra stofnana og samvinnu allra sem að þjónustunni koma. Margt af framansögðu á einnig við um fötlun af völdum annarra orsaka eins og t.d. vegna vöðva- og taugahrörnunarsjúkdóma, MS, heilaskaða o.fl. Heilsustefna stjórnvaldaÍ heilsustefnu íslenska heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að öflugt samfélag byggir á góðu heilsufari og góðri líðan þeirra sem það byggja. Þar er einnig hnykkt á mikilvægi forvarna og þess að stefnan nái til allra landsmanna, bæði einstaklinga og hópa (Heilbrigðisráðuneytið 2008). Í stefnu félagsmálaráðuneytisins: „Mótum framtíð. Þjónusta við fötluð börn og fullorðna 2007-2016“ er tekið fram að huga þurfi sérstaklega að forvörnum og heilsueflingu í allri þjónustu við fatlað fólk (Félagsmálaráðuneytið, 2006). Í skýrslu Félagsmálaráðuneytisins frá 2006 kemur fram krafa um að þjónusta við fötluð börn og fullorðna fullnægi skilyrðum gæðastarfs í hvívetna líkt og best gerist annars staðar og að árið 2012 verði að minnsta kosti 50% starfsmanna í málaflokknum með einhvers konar fagmenntun, sem varðar viðfangsefni hans. Ég vona að þeir sem nú taka við umsjá þjónustu við fatlað fólk standi við markmið um uppbyggingu á gæðaþjónustu. Nauðsynlegt er að huga að mikilvægi færni, heilsu og forvarna í markmiðum um sjálfstætt líf og samfélagslega þátttöku. Því er nauðsynlegt er að tryggja grunn- og símenntun þess starfsfólks sem ræðst í störf með fötluðu fólki til aðstoðar í daglegu lífi. Markviss uppbygging þekkingar og færni stuðlar auk þess að betri nýtingu fjármuna, auðveldar störf þeirra sem vinna við aðstoð til fatlaðs fólks og minnkar kostnað til lengri tíma.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar