Háskóli Íslands í neyð Jens Fjalar Skaptason skrifar 22. desember 2010 06:00 Það hefur vart farið framhjá mörgum að menntakerfið í landinu stendur frammi fyrir gríðarlega miklum niðurskurði á næstu misserum. Fjárhæð sú sem Háskóla Íslands er gert að skera niður um er uggvænleg og má með nokkurri vissu segja að eftir standi menntastofnun á brauðfótum. Háskólaráð Háskóla Íslands sendi á dögunum frá sér yfirlýsingu þar sem nefndar voru þær aðgerðir sem háskólayfirvöld telja sig knúin til að framkvæma vegna þröngrar fjárhagsstöðu. Efst á blaði eru fyrirhugaðar aðgangstakmarkanir og hækkun á skrásetningargjöldum. Þau úrræði sem fram koma í yfirlýsingu Háskólaráðs verður að líta á sem sérstök neyðarúrræði til þess að bregðast við gríðarlega hárri niðurskurðarkröfu stjórnvalda. Óljóst er með hvaða hætti aðgengi einstaklinga til ástundunar náms við Háskóla Íslands yrði takmarkað. Það er þó enn fremur ljóst að sama hver útfærslan yrði í þeim efnum gengi hún þvert á stefnu stjórnvalda um opinn og aðgengilegan ríkisháskóla. Það er jafnframt mat Stúdentaráðs að hækkun skrásetningargjalda muni einungis leiða til háskólamenntunar hliðhollari hinum efnameiri. Skertum fjárframlögum ríkisins til Háskóla Íslands yrði þannig mætt með því að seilast dýpra ofan í vasa stúdenta. Stúdentaráð fagnar því að heimild til hækkunar skrásetningargjalda hafi ekki enn verið veitt af hálfu stjórnvalda og leggst eindregið gegn því að slíkar hugmyndir hljóti brautargengi þrátt fyrir ítrekun Háskólaráðs þar að lútandi. Róður stúdenta og yfirvalda Háskóla Íslands gegn niðurskurðinum hefur verið þungur. Með hliðsjón af yfirlýsingu Háskólaráðs er augljóst að niðurskurðarkrafa stjórnvalda er einfaldlega alltof há og gengur nærri grunnstoðum Háskóla Íslands. Í núverandi árferði kann niðurskurður að vera óhjákvæmilegur upp að vissu marki en stjórnvöld verða að horfast í augu við afleiðingarnar ef fram skal ganga án nokkurrar íhlutunar þeirra. Stúdentaráð hefur meðal annars bent á aðra hagræðingarmöguleika innan menntakerfisins sem dregið gæti verulega úr niðurskurði í fjárframlögum til Háskóla Íslands. Vísast í þeim efnum til skýrslu sem Stúdentaráð gaf frá sér fyrr í haust og má nálgast á vefsíðunni verjummenntun.is. Stúdentaráð Háskóla Íslands skorar nú á stjórnvöld að skarast í leikinn og tryggja áframhaldandi stöðu Háskóla Íslands sem burðug menntastofnun í íslensku samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur vart farið framhjá mörgum að menntakerfið í landinu stendur frammi fyrir gríðarlega miklum niðurskurði á næstu misserum. Fjárhæð sú sem Háskóla Íslands er gert að skera niður um er uggvænleg og má með nokkurri vissu segja að eftir standi menntastofnun á brauðfótum. Háskólaráð Háskóla Íslands sendi á dögunum frá sér yfirlýsingu þar sem nefndar voru þær aðgerðir sem háskólayfirvöld telja sig knúin til að framkvæma vegna þröngrar fjárhagsstöðu. Efst á blaði eru fyrirhugaðar aðgangstakmarkanir og hækkun á skrásetningargjöldum. Þau úrræði sem fram koma í yfirlýsingu Háskólaráðs verður að líta á sem sérstök neyðarúrræði til þess að bregðast við gríðarlega hárri niðurskurðarkröfu stjórnvalda. Óljóst er með hvaða hætti aðgengi einstaklinga til ástundunar náms við Háskóla Íslands yrði takmarkað. Það er þó enn fremur ljóst að sama hver útfærslan yrði í þeim efnum gengi hún þvert á stefnu stjórnvalda um opinn og aðgengilegan ríkisháskóla. Það er jafnframt mat Stúdentaráðs að hækkun skrásetningargjalda muni einungis leiða til háskólamenntunar hliðhollari hinum efnameiri. Skertum fjárframlögum ríkisins til Háskóla Íslands yrði þannig mætt með því að seilast dýpra ofan í vasa stúdenta. Stúdentaráð fagnar því að heimild til hækkunar skrásetningargjalda hafi ekki enn verið veitt af hálfu stjórnvalda og leggst eindregið gegn því að slíkar hugmyndir hljóti brautargengi þrátt fyrir ítrekun Háskólaráðs þar að lútandi. Róður stúdenta og yfirvalda Háskóla Íslands gegn niðurskurðinum hefur verið þungur. Með hliðsjón af yfirlýsingu Háskólaráðs er augljóst að niðurskurðarkrafa stjórnvalda er einfaldlega alltof há og gengur nærri grunnstoðum Háskóla Íslands. Í núverandi árferði kann niðurskurður að vera óhjákvæmilegur upp að vissu marki en stjórnvöld verða að horfast í augu við afleiðingarnar ef fram skal ganga án nokkurrar íhlutunar þeirra. Stúdentaráð hefur meðal annars bent á aðra hagræðingarmöguleika innan menntakerfisins sem dregið gæti verulega úr niðurskurði í fjárframlögum til Háskóla Íslands. Vísast í þeim efnum til skýrslu sem Stúdentaráð gaf frá sér fyrr í haust og má nálgast á vefsíðunni verjummenntun.is. Stúdentaráð Háskóla Íslands skorar nú á stjórnvöld að skarast í leikinn og tryggja áframhaldandi stöðu Háskóla Íslands sem burðug menntastofnun í íslensku samfélagi.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar