Fyrirsætan Ásdís Rán hefur verið dugleg við að koma sér og nýrri snyrtivörulínu sinni á framfæri. Fyrst hélt hún jólaboð á skemmtistaðnum Replay við Grensás og í gær blés hún til blaðamannafundar á ísbarnum á Kaffi Reykjavík.
Þrátt fyrir kuldalegt umhverfi sýndi Ásdís línurnar og var dyggilega studd af manninum sínum, knattspyrnukappanum Garðari Gunnlaugssyni, sem var í ögn efnismeiri fötum en frúin.
Ásdís Rán á ísbarnum á Kaffi Reykjavík
