Súrir skuldarar Íris Erlingsdóttir fjölmiðlafræðingur skrifar 15. júlí 2010 06:00 Skuldarar verðtryggðra lána hafa margir krafist þess að gengistryggðu lánin, sem Hæstiréttur dæmdi ólögleg í síðasta mánuði, verði leiðrétt svo þau verði nákvæmlega jafn óréttlát og ósanngjörn og lánin sem þeir - sem og flestir landar þeirra - munu þurfa að drattast með til æviloka. Þó þessir sömu skuldarar hafi ekki sýnt mikla meðaumkun þegar íslenska krónan hrundi og höfuðstóll gengistryggðu lánanna tvöfaldaðist, finnst þeim nú óþolandi að nágrannar þeirra muni hugsanlega njóta hagnaðar sem þeir eru vissir um að fá reikninginn fyrir í formi hærri skatta. Tveir hrunsbankanna þriggja eru nú þegar að mestu í einkaeign og allir bankarnir þrír hafa lýst því yfir að þeir muni geta staðið undir kostnaðinum við leiðréttingu lánanna (í raun hafði þegar verið slegið 50% af lánunum þegar bankarnir voru í skiptameðferð svo lækkunin mun ekki hafa óhagstæð áhrif á efnahagsreikning bankanna, þó þeir myndu að sjálfsögðu frekar vilja innheimta lánin án nokkurra leiðréttinga). Svo hvað er það sem verðtryggðu skuldararnir hafa svona miklar áhyggjur af? Þeir fengu akkúrat það sem þeir sömdu um. Hvers vegna fer það svona í taugarnar á þeim að sjá nágranna sína sigra kerfið, svona til tilbreytingar, sérstaklega þar sem ljóst var að kerfið hafði leikið nágrannana grátt? Aðal áhyggjuefni og spurning númer eitt ætti auðvitað að vera þessi: Hvers vegna þurfa Íslendingar, einir jarðarbúa (að því ég best veit) að sætta sig við verðtryggingu fasteigna- og bílalána? Í öllum löndum heims, utan Íslands, er litið svo á að vextir á háum langtímalánum, eins og fasteigna- og bílalánum, séu eins konar áhættutaka lánveitandans að á lánstímanum verði verðbólga lægri en vaxtastig lánsins. Ef verðbólga eykst verða afborganirnar fljótlega lágar í samanburði við tekjur lántakandans. Ef lántakandinn tók lán þegar vextir voru háir og verðbólga í lágmarki, getur hann skuldbreytt láninu svo lánið verði ekki að uppgripi fyrir bankann. Ætli íslensk stjórnvöld viti ekki af þeirri staðreynd að bankakerfum Bandaríkjanna og Evrópu hefur a.m.k. síðan á 19. öld einhvern veginn tekist að skrapa úr skel ágætis tilvist í þessu kerfi, jafnvel tekist að hagnast þokkalega? Með því að verðtryggja lán tryggja íslensk stjórnvöld að bankarnir munu alltaf hagnast, alveg án tillits hvort stjórnendur þeirra hafi sýnt hina minnstu hæfni við áhættumat. Verðtryggingin hefur einnig leyst Seðlabankann undan ábyrgri peningastjórnun landsins. Verðtryggingin veltir einnig upp á sig: Í hvert sinn sem verðtryggingastiginu er breytt til að endurspegla hækkun síðasta mánaðar, sparkar það verðbólgunni aðeins hærra upp stigann, sem svo hækkar stig næsta mánaðar o.s.frv. og frv. Lánastarfsemi á Íslandi er eins og að spila í spilavíti - húsið vinnur alltaf. Í stað þess að eyða tíma og kröftum í kvartanir yfir skyndilukku skuldara gengistryggðu lánanna ættu skuldarar verðtryggðu lánanna - sem eru nær öll þjóðin - að krefjast þess að bankarnir bjóði þeim upp á svipuð lánakjör - að verðtrygging lána verði afnumin. Í stað þess að rífast innbyrðis ættum við að standa saman gegn íslenska bankakerfinu, þessum haftasamtökum sem með blessun og stuðningi stjórnvalda hafa fengið að hneppa landslýð í ævilangan skuldaþrældóm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Skuldarar verðtryggðra lána hafa margir krafist þess að gengistryggðu lánin, sem Hæstiréttur dæmdi ólögleg í síðasta mánuði, verði leiðrétt svo þau verði nákvæmlega jafn óréttlát og ósanngjörn og lánin sem þeir - sem og flestir landar þeirra - munu þurfa að drattast með til æviloka. Þó þessir sömu skuldarar hafi ekki sýnt mikla meðaumkun þegar íslenska krónan hrundi og höfuðstóll gengistryggðu lánanna tvöfaldaðist, finnst þeim nú óþolandi að nágrannar þeirra muni hugsanlega njóta hagnaðar sem þeir eru vissir um að fá reikninginn fyrir í formi hærri skatta. Tveir hrunsbankanna þriggja eru nú þegar að mestu í einkaeign og allir bankarnir þrír hafa lýst því yfir að þeir muni geta staðið undir kostnaðinum við leiðréttingu lánanna (í raun hafði þegar verið slegið 50% af lánunum þegar bankarnir voru í skiptameðferð svo lækkunin mun ekki hafa óhagstæð áhrif á efnahagsreikning bankanna, þó þeir myndu að sjálfsögðu frekar vilja innheimta lánin án nokkurra leiðréttinga). Svo hvað er það sem verðtryggðu skuldararnir hafa svona miklar áhyggjur af? Þeir fengu akkúrat það sem þeir sömdu um. Hvers vegna fer það svona í taugarnar á þeim að sjá nágranna sína sigra kerfið, svona til tilbreytingar, sérstaklega þar sem ljóst var að kerfið hafði leikið nágrannana grátt? Aðal áhyggjuefni og spurning númer eitt ætti auðvitað að vera þessi: Hvers vegna þurfa Íslendingar, einir jarðarbúa (að því ég best veit) að sætta sig við verðtryggingu fasteigna- og bílalána? Í öllum löndum heims, utan Íslands, er litið svo á að vextir á háum langtímalánum, eins og fasteigna- og bílalánum, séu eins konar áhættutaka lánveitandans að á lánstímanum verði verðbólga lægri en vaxtastig lánsins. Ef verðbólga eykst verða afborganirnar fljótlega lágar í samanburði við tekjur lántakandans. Ef lántakandinn tók lán þegar vextir voru háir og verðbólga í lágmarki, getur hann skuldbreytt láninu svo lánið verði ekki að uppgripi fyrir bankann. Ætli íslensk stjórnvöld viti ekki af þeirri staðreynd að bankakerfum Bandaríkjanna og Evrópu hefur a.m.k. síðan á 19. öld einhvern veginn tekist að skrapa úr skel ágætis tilvist í þessu kerfi, jafnvel tekist að hagnast þokkalega? Með því að verðtryggja lán tryggja íslensk stjórnvöld að bankarnir munu alltaf hagnast, alveg án tillits hvort stjórnendur þeirra hafi sýnt hina minnstu hæfni við áhættumat. Verðtryggingin hefur einnig leyst Seðlabankann undan ábyrgri peningastjórnun landsins. Verðtryggingin veltir einnig upp á sig: Í hvert sinn sem verðtryggingastiginu er breytt til að endurspegla hækkun síðasta mánaðar, sparkar það verðbólgunni aðeins hærra upp stigann, sem svo hækkar stig næsta mánaðar o.s.frv. og frv. Lánastarfsemi á Íslandi er eins og að spila í spilavíti - húsið vinnur alltaf. Í stað þess að eyða tíma og kröftum í kvartanir yfir skyndilukku skuldara gengistryggðu lánanna ættu skuldarar verðtryggðu lánanna - sem eru nær öll þjóðin - að krefjast þess að bankarnir bjóði þeim upp á svipuð lánakjör - að verðtrygging lána verði afnumin. Í stað þess að rífast innbyrðis ættum við að standa saman gegn íslenska bankakerfinu, þessum haftasamtökum sem með blessun og stuðningi stjórnvalda hafa fengið að hneppa landslýð í ævilangan skuldaþrældóm.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun