Enski boltinn

Benitez ætlar ekki að taka neina áhættu með Torres og Benayoun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Torres og Yossi Benayoun.
Fernando Torres og Yossi Benayoun. Mynd/AFP
Rafael Benitez, stjóri Liverpool, ætlar ekki að taka áhættuna á því að láta Fernando Torres og Yossi Benayoun spila of snemma heldur ætlar hann að gefa þeim allan tíma sem þeir þurfa til þess að ná sér góðum af meiðslunum.

„Það er nauðsynlegt að fylgjast vel með þeim. Það er munur á því hvort leikmenn séu búnir að ná sér af meiðslinum og hvort þeir séu tilbúnir að spila leiki," segir Benitez.

Fernando Torres meiddist á liðþófa í hné en Yossi Benayoun rifbeinsbrotnaði. Saman hafa þeir skorað 17 mörk og gefið 4 stoðsendingar fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

„Ef þeir eru búnir að ná sér og tilbúnir að spila þá eru það mjög góðar fréttir fyrir okkur en við verðum samt að passa okkur á því að koma ekki með þá inn of snemma," segir Benitez.

„Það sem skiptir mestu máli er að þeir verði orðnir góðir fyrir tvo síðustu mánuði tímabilsins því við þurfum þá í lokasprettinn. Þeir eru á góðri leið með að ná því," sagði Benitez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×