Erlent

Sendiherra Ísraels kallaður á fund utanríkisráðuneytis Breta

Morðingjarnir þrír sem voru með bresk vegabréf.
Morðingjarnir þrír sem voru með bresk vegabréf.

Sendiherra Ísraels í Bretlandi hefur verið boðaður á fund í utanríkisráðuneytinu þar í landi vegna launmorðs í Dubai á dögunum þar sem ellefu einstaklingar eru grunaðir um að hafa myrt Hamas-leiðtogann Mahmoud al-Mabhouh.

Morðið hefur frekar óraunsæjan blæ en ellefu einstaklingar með fölsuð vegabréf, meðal annars bresk, flugu til Dubai á dögunum. Fólkið kom með tveimur flugvélum og skráðu sig inn á tvö mismunandi hótel.

Aðeins fimm tímum eftir að morðsveitin lenti í Dubai var Mabhoud myrtur á hótelherberginu sínu.

Ekki hefur verið upplýst hvernig hann var myrtur. Vitað er að hann var kæfður. Morðsveitin yfirgaf Dubai stuttu síðar en meðlimir sveitarinnar voru ekki í sólarhring í landinu.

Í kjölfarið héldu lögregluyfirvöld í Dubai blaðamannafund þar sem morðingjarnir voru myndbirtir og nöfn þeirra gerð opinber. Í ljós kom að morðsveitin ferðaðist með stolin vegabréf. Meðal annars var eitt þeirra í eigu bresks ríkisborgara sem nú óttast hefndaraðgerðir Hamas-liða þrátt fyrir að hann kom þar engu nærri.

Breskir stjórnmálamenn hafa því þrýst á kollega sína að upplýsa um málið. Aftur á móti er ekki ljóst hver var að verki en almennt er talið að hermenn á vegum hinnar alræmdu Mossad-leyniþjónustu hafi framið ódæðið. Ísraelsk stjórnvöld hafa hinsvegar ekki viljað tjá sig um málið, hvorki til staðfestingar né hafa þeir neita sök.

Í skugga pólitísks þrýstings í Bretlandi hefur utanríkisráðuneytið þar í landi kallað Ron Prosser, sendiherra Ísraels í Bretlandi, á fund utanríkisráðuneytisins á næsta fimmtudag. Verður hann spurður hvort ísraelsk stjórnvöld tengist á einhvern hátt ódæðinu í Dubai.

Stjórnmálamenn í Bretlandi telja mikinn misbrest á samskiptum þjóðanna að ræða hafi þeir sent morðingja sína með bresk vegabréf í slíkan leiðangur.

Hafi ísraelska leyniþjónustan verið að verki þá er þetta langt því frá fyrsta launmorðið sem framið er á hennar vegum. Þegar er orðið frægt þegar leigumorðingjasveit á vegum Mossad var gerð út eftir Ólympíuleikana í Munchen árið 1972. Þá myrtu Palestínumenn ísraelska Ólympíufara eftir misheppnaða gíslatöku.

Morðsveit Mossad elti uppi hryðjuverkamennina sem áttu hlut að máli og voru þeir næstum allir myrtir í aðgerð sem bar nafnið „Reiði guðs". Þeir sem komust undan þrautþjálfuðum leigumorðingjum leyniþjónustunnar fóru allir í felur þar sem þeir eru enn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×