Erlent

Bretar senda flotann til að sækja ferðamenn

Meðal þeirra herskipa sem nota á eru þau stærstu í flotanum, flugmóðurskipin HMS Ark Royal og HMS Ocean.
Meðal þeirra herskipa sem nota á eru þau stærstu í flotanum, flugmóðurskipin HMS Ark Royal og HMS Ocean.
Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að senda flota af herskipum til að ná í breska ferðamenn og ríkisborgara sem eru strandaðir víða um Evrópu vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli. Meðal þeirra herskipa sem nota á eru þau stærstu í flotanum, flugmóðurskipin HMS Ark Royal og HMS Ocean.

Í frétt um málið í breskum fjölmiðlum í morgun segir að breska ríkisstjórnin hefur virkjað svokallaðan Cobra-hóp en hann samanstendur m.a. af fulltrúum frá hernum, almannavörnum og öryggisþjónustum landsins. Cobra-hópurinn er virkjaður þegar mikil vá er fyrir dyrum í Bretlandi.

Talið er að um 150.000 Bretar séu strandaðir utan heimalandsins vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli. Eldflugaskipið HMS Albion er þegar á leið til Gíbraltar að sækja breska hermenn en Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands segir að skipið muni einnig sigla með ferðamenn til Bretlands.

Samkvæmt fréttum er ætlunin að nota Madrid flugvöll, sem enn er opinn, sem áfangastað fyrir Breta utan Evrópu það þeirra sem eru strand í Asíu, Afríku og Ameríku. Bretunum er síðan ætla að koma sér til hafna í Spáni eða við Ermasundið þar sem herskip taka við þeim og sigla með til Bretlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×