Einhleypum körlum fjölgar hratt í Kína 12. janúar 2010 06:00 Löng hefð er fyrir því að foreldrar í Kína kjósa frekar að eignast drengi en stúlkur, með afleiðingum sem koma drengjunum í koll. Nordicphotos/AFP Eftir áratug verða líklega meira en 24 milljónir kínverskra karlmanna á giftingaraldri kvenmannslausir. Þessu spáir kínverska félagsvísindaakademían, að því er fram kemur í fréttatilkynningu sem meðal annars breska ríkisútvarpið BBC skýrir frá á vefsíðum sínum. Samkvæmt nýrri skýrslu, sem akademían hefur sent frá sér, fæðast 119 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur, sem fæðast í Kína. Ástæðu þessa má ekki síst rekja til einbirnisstefnunnar, sem kínversk stjórnvöld tóku upp árið 1978. Samkvæmt þeirri stefnu mega foreldrar ekki eignast nema eitt barn um ævina, þótt undantekningar séu leyfðar. Til dæmis mega foreldrar í sumum sveitahéröðum eignast annað barn ef fyrsta barn þeirra er stúlka. Í stærstu borgum landsins vega hins vegar fóstureyðingar þungt til að skekkja kynjahlutfallið, sem veldur því að drengir eru töluvert fleiri en stúlkur. Löng hefð er fyrir því að foreldrar í Kína vilja frekar eignast drengi en stúlkur, þannig að þegar aðeins eitt barn er í boði verður fóstureyðing álitlegur kostur í huga verðandi foreldra. Í skýrslu félagsvísindaakademíunnar segir að kynjahlutföllin séu breytileg eftir landshlutum. Sums staðar fæðist 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur. „Vandinn er alvarlegri í sveitum þar sem tryggingakerfi vantar. Aldraðir bændur verða að reiða sig á afkomendur sína,“ er haft eftir Wang Guangzhou í Dagblaði alþýðunnar, málgagni kínversku stjórnarinnar. Wang er einn þeirra sem unnu að gerð skýrslunnar. Kynjahlutföllin hafa jafnt og þétt snúist drengjum í óhag allt frá 1982, þegar 108 drengir fæddust fyrir hverjar 100 stúlkur. Árið 1990 var hlutfallið komið upp í 111, árið 2000 í 116 og 2005 í 119, en nýrri tölur eru ekki tilbúnar. Afleiðingarnar eru sagðar margvíslegar, meðal annars þær að tekjulægri karlar munu eiga erfiðara með að finna sér konur en tekjuhærri karlar auk þess sem karlar muni í auknum mæli kvænast sér eldri konum. Í fátækari sveitum verði karlar að sætta sig við að kvænast seint á ævinni eða vera einhleypir til æviloka. „Líkurnar á því að kvænast í sveitunum verða litlar ef menn eru komnir yfir fertugt. Þeir verða háðari almannatryggingum og geta síður treyst á fjölskylduna,“ segir Wang. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Eftir áratug verða líklega meira en 24 milljónir kínverskra karlmanna á giftingaraldri kvenmannslausir. Þessu spáir kínverska félagsvísindaakademían, að því er fram kemur í fréttatilkynningu sem meðal annars breska ríkisútvarpið BBC skýrir frá á vefsíðum sínum. Samkvæmt nýrri skýrslu, sem akademían hefur sent frá sér, fæðast 119 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur, sem fæðast í Kína. Ástæðu þessa má ekki síst rekja til einbirnisstefnunnar, sem kínversk stjórnvöld tóku upp árið 1978. Samkvæmt þeirri stefnu mega foreldrar ekki eignast nema eitt barn um ævina, þótt undantekningar séu leyfðar. Til dæmis mega foreldrar í sumum sveitahéröðum eignast annað barn ef fyrsta barn þeirra er stúlka. Í stærstu borgum landsins vega hins vegar fóstureyðingar þungt til að skekkja kynjahlutfallið, sem veldur því að drengir eru töluvert fleiri en stúlkur. Löng hefð er fyrir því að foreldrar í Kína vilja frekar eignast drengi en stúlkur, þannig að þegar aðeins eitt barn er í boði verður fóstureyðing álitlegur kostur í huga verðandi foreldra. Í skýrslu félagsvísindaakademíunnar segir að kynjahlutföllin séu breytileg eftir landshlutum. Sums staðar fæðist 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur. „Vandinn er alvarlegri í sveitum þar sem tryggingakerfi vantar. Aldraðir bændur verða að reiða sig á afkomendur sína,“ er haft eftir Wang Guangzhou í Dagblaði alþýðunnar, málgagni kínversku stjórnarinnar. Wang er einn þeirra sem unnu að gerð skýrslunnar. Kynjahlutföllin hafa jafnt og þétt snúist drengjum í óhag allt frá 1982, þegar 108 drengir fæddust fyrir hverjar 100 stúlkur. Árið 1990 var hlutfallið komið upp í 111, árið 2000 í 116 og 2005 í 119, en nýrri tölur eru ekki tilbúnar. Afleiðingarnar eru sagðar margvíslegar, meðal annars þær að tekjulægri karlar munu eiga erfiðara með að finna sér konur en tekjuhærri karlar auk þess sem karlar muni í auknum mæli kvænast sér eldri konum. Í fátækari sveitum verði karlar að sætta sig við að kvænast seint á ævinni eða vera einhleypir til æviloka. „Líkurnar á því að kvænast í sveitunum verða litlar ef menn eru komnir yfir fertugt. Þeir verða háðari almannatryggingum og geta síður treyst á fjölskylduna,“ segir Wang. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira